Endurbætur á Hafnarhúsinu kosta mörg hundruð milljónir Höskuldur Kári Schram skrifar 9. mars 2016 18:45 Velferðarráðuneytið verður flutt úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á næstu vikum út af raka og myglusvepp sem hefur haft áhrif á marga starfsmenn. Illa hefur gengið að uppræta vandann og munu endurbætur á húnæðinu kosta mörg hundruð milljónir. Myglusveppurinn greindist fyrir nokkrum misserum en allar tilraunir til að uppræta vandann hafa ekki borið árangur. Húsnæðið er í eigu Faxaflóahafna sem nú hafa komist að samkomulagið við ráðuneytið um losa það undan leigusamningi. Bolli Bollason starfandi ráðuneytisstjóri segir að sjö starfsmenn hafi fundið fyrir alvarlegum einkennum af völdum myglusvepps. „Þetta byrjaði á því að nokkrir fóru að kvarta en svo hefur þetta verið að færast í vöxt. Í einhverjum tilvikum er fólk bara heima við núna. Við þurftum að flytja það út úr húsi. Þannig að á þessum tímapunkti var ákveðið að kanna aðra möguleika. Þegar við sáum að þetta var að breiðast út,“ segir Bolli. Ráðist verður í viðamiklar endurbætur á húsinu en Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að það mun kosti verulegar fjárhæðir. „Það mun kosta fleiri hundruð milljónir. Við eigum eftir að fara yfir húsið í heild og vega og meta einstaka þætti og einstaka hluti. Sumir eru eflaust í lagi. Aðrir eru eflaust með myglu líka,“ segir Gísli. Húsið er byggt árið 1933 en myglusveppurinn hefur aðallega fundist í viðbyggingu á fjórðu hæð sem var reist síðar. Listasafn Reykjavíkur er einnig með aðstöðu í Hafnarhúsinu og ekki er útilokað að þetta muni hafa áhrif á starfsemi safnsins. „Við útilokum ekkert. Það þarf að fara yfir þetta í heild. Það mun kosta peninga en heilsan gengur fyrir hjá fólkinu,“ segir Gísli. Um áttatíu manns vinna hjá velferðarráðuneytinu en Bolli segir viðbúið að flutningarnir muni kosta tugi milljóna. Leit að nýju húsnæði er þegar hafin. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Velferðarráðuneytið verður flutt úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á næstu vikum út af raka og myglusvepp sem hefur haft áhrif á marga starfsmenn. Illa hefur gengið að uppræta vandann og munu endurbætur á húnæðinu kosta mörg hundruð milljónir. Myglusveppurinn greindist fyrir nokkrum misserum en allar tilraunir til að uppræta vandann hafa ekki borið árangur. Húsnæðið er í eigu Faxaflóahafna sem nú hafa komist að samkomulagið við ráðuneytið um losa það undan leigusamningi. Bolli Bollason starfandi ráðuneytisstjóri segir að sjö starfsmenn hafi fundið fyrir alvarlegum einkennum af völdum myglusvepps. „Þetta byrjaði á því að nokkrir fóru að kvarta en svo hefur þetta verið að færast í vöxt. Í einhverjum tilvikum er fólk bara heima við núna. Við þurftum að flytja það út úr húsi. Þannig að á þessum tímapunkti var ákveðið að kanna aðra möguleika. Þegar við sáum að þetta var að breiðast út,“ segir Bolli. Ráðist verður í viðamiklar endurbætur á húsinu en Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að það mun kosti verulegar fjárhæðir. „Það mun kosta fleiri hundruð milljónir. Við eigum eftir að fara yfir húsið í heild og vega og meta einstaka þætti og einstaka hluti. Sumir eru eflaust í lagi. Aðrir eru eflaust með myglu líka,“ segir Gísli. Húsið er byggt árið 1933 en myglusveppurinn hefur aðallega fundist í viðbyggingu á fjórðu hæð sem var reist síðar. Listasafn Reykjavíkur er einnig með aðstöðu í Hafnarhúsinu og ekki er útilokað að þetta muni hafa áhrif á starfsemi safnsins. „Við útilokum ekkert. Það þarf að fara yfir þetta í heild. Það mun kosta peninga en heilsan gengur fyrir hjá fólkinu,“ segir Gísli. Um áttatíu manns vinna hjá velferðarráðuneytinu en Bolli segir viðbúið að flutningarnir muni kosta tugi milljóna. Leit að nýju húsnæði er þegar hafin.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira