Erlent

FBI til rannsóknar vegna umsátursins í Oregon

Samúel Karl Ólason skrifar
Robert „LaVoy“ Finicum.
Robert „LaVoy“ Finicum. Vísir/Getty
Tveir útsendarar FBI er til rannsóknar yfirvalda í Oregon. Þeir voru viðstaddir þegar Robert Finicum var skotinn til bana af lögreglu í janúar og gerðu ekki grein fyrir því að hafa hleypt af byssum sínum. Rannsóknarmenn fundu byssukúlur á vettvangi sem ekki var hægt að gera grein fyrir.

Finicum var talsmaður hóps manna sem höfðu lagt undir sig skrifstofur friðlands í Oregon.

Þegar Finicum ók bíl sínum að vegatálma lögreglunnar var þremur skotum skotið í bílinn af lögreglu. Bíllinn endaði utanvegar og Finicum var skotinn til bana þegar hann teygði sig eftir byssu sinni.

Sjá einnig: Segja Finicum hafa verið myrtan af lögreglu

Rannsakendur fundu meðal annars fjórðu kúluna í bílnum, sem talið er að útsendari FBI hafi skotið. Tveir menn eru taldir hafa skotið sitt hvoru skotinu og ekki sagt frá því.

Fjölskylda Finicum dregur útskýringar lögreglunnar í efa og heldur því fram að hann hafi verið myrtur. Ekkja hans hefur gefið út að hún ætli að leita réttar síns.

Samkvæmt AP fréttaveitunni ólu hjónin upp fjölmörg fósturbörn á heimili þeirra. Börnin voru fjarlægð af heimili þeirra skömmu eftir að Finicum og félagar hans tóku yfir skrifstofurnar, en hann hefur sagt að börnin hafi verið hans helsta tekjulind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×