Fylgi Samfylkingarinnar að gufa upp Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. maí 2016 06:00 Samfylkingin hefur 6,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis Björt framtíð hefur minna fylgi, en 2,5 prósent segjast myndu kjósa þann flokk ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá segja 7,3 prósent svarenda að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Ekki er marktækur munur á fylgi samfylkingarmanna og framsóknarmanna. Rúm átján prósent svarenda segja að þau myndu kjósa VG. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstu flokkarnir. Tæp 32 prósent segja að þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en tæp 29 prósent að þau myndu kjósa Pírata. Munurinn á fylgi flokkanna er ekki tölfræðilega marktækur.Yrðu þetta niðurstöðurnar má ætla að Sjálfstæðisflokkurinn fengi flesta þingmenn, eða 22, Píratar fengju 20, VG fengi tólf þingmenn, Framsóknarflokkurinn fimm og Samfylkingin fjóra. Möguleiki væri á þremur útgáfum af tveggja flokka ríkisstjórnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað 42 manna meirihluta. Hvor flokkur um sig gæti svo líka myndað meirihluta með VG en tveggja flokka meirihluti með þátttöku VG yrði afar naumur meirihluti. Formannsskipti eru í vændum hjá Samfylkingunni. Rafræn formannskosning hefst í flokknum á hádegi á morgun og stendur til 3. júní. Fjórir eru í framboði, en það eru þau Helgi Hjörvar alþingismaður, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður, Magnús Orri Schram, ráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Árni Páll Árnason, núverandi formaður, er ekki í framboði.Andrés Jónsson, almannatengillAlls óvíst er hvaða áhrif formannsskiptin kunna að hafa á fylgi Samfylkingarinnar. Ný forysta tók við hjá Bjartri framtíð í september síðastliðnum, eftir slaka niðurstöðu í skoðanakönnunum. Rúmu hálfu ári seinna sjást engin merki breytinga á fylgi flokksins. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf því að hafa skýr svör við því hvað hann vill gera til þess að bæta hlut flokksins. Andrés Jónsson, almannatengill og flokksmaður í Samfylkingunni, sér ákveðna samlíkingu milli Samfylkingarinnar og þjóðkirkjunnar. Bæði hafi verið í langri hnignun og Samfylkingin geti lært af mistökum sem gerð hafi verið. „Það versta sem þú gerir í viðbrögðum við því að vera dottinn úr tísku er að fara í massíva vörn. Svona eins og biskupinn gerði þegar hún sagði að næsti forseti Íslands yrði að vera í þjóðkirkjunni. Svipað hefur nefnilega gerst með Íslendinga og andleg málefni og Íslendinga og stjórnmálaskoðanir að við erum hvorki jafn kirkjurækin né jafn flokksholl og áður,“ segir Andrés. Hann segir lausnina ekki vera þá að neita að horfast í augu við breyttan veruleika. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Samfylkingin hefur 6,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis Björt framtíð hefur minna fylgi, en 2,5 prósent segjast myndu kjósa þann flokk ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá segja 7,3 prósent svarenda að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Ekki er marktækur munur á fylgi samfylkingarmanna og framsóknarmanna. Rúm átján prósent svarenda segja að þau myndu kjósa VG. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstu flokkarnir. Tæp 32 prósent segja að þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en tæp 29 prósent að þau myndu kjósa Pírata. Munurinn á fylgi flokkanna er ekki tölfræðilega marktækur.Yrðu þetta niðurstöðurnar má ætla að Sjálfstæðisflokkurinn fengi flesta þingmenn, eða 22, Píratar fengju 20, VG fengi tólf þingmenn, Framsóknarflokkurinn fimm og Samfylkingin fjóra. Möguleiki væri á þremur útgáfum af tveggja flokka ríkisstjórnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað 42 manna meirihluta. Hvor flokkur um sig gæti svo líka myndað meirihluta með VG en tveggja flokka meirihluti með þátttöku VG yrði afar naumur meirihluti. Formannsskipti eru í vændum hjá Samfylkingunni. Rafræn formannskosning hefst í flokknum á hádegi á morgun og stendur til 3. júní. Fjórir eru í framboði, en það eru þau Helgi Hjörvar alþingismaður, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður, Magnús Orri Schram, ráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Árni Páll Árnason, núverandi formaður, er ekki í framboði.Andrés Jónsson, almannatengillAlls óvíst er hvaða áhrif formannsskiptin kunna að hafa á fylgi Samfylkingarinnar. Ný forysta tók við hjá Bjartri framtíð í september síðastliðnum, eftir slaka niðurstöðu í skoðanakönnunum. Rúmu hálfu ári seinna sjást engin merki breytinga á fylgi flokksins. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf því að hafa skýr svör við því hvað hann vill gera til þess að bæta hlut flokksins. Andrés Jónsson, almannatengill og flokksmaður í Samfylkingunni, sér ákveðna samlíkingu milli Samfylkingarinnar og þjóðkirkjunnar. Bæði hafi verið í langri hnignun og Samfylkingin geti lært af mistökum sem gerð hafi verið. „Það versta sem þú gerir í viðbrögðum við því að vera dottinn úr tísku er að fara í massíva vörn. Svona eins og biskupinn gerði þegar hún sagði að næsti forseti Íslands yrði að vera í þjóðkirkjunni. Svipað hefur nefnilega gerst með Íslendinga og andleg málefni og Íslendinga og stjórnmálaskoðanir að við erum hvorki jafn kirkjurækin né jafn flokksholl og áður,“ segir Andrés. Hann segir lausnina ekki vera þá að neita að horfast í augu við breyttan veruleika.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira