Blaðamaður The Sun við Vísi: Hodgson verður rekinn ef England tapar fyrir Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2016 13:00 Mark Arnórs Ingva Traustasonar fyrir Ísland gegn Austurríki í lokaleik strákanna okkar í riðlakeppni EM skipti íslensku þjóðina miklu máli því loksins mætir Ísland liði Englands í mótsleik og það á EM. Englendingar litu á þetta öðruvísi. Þeir voru guðs lifandi fegnir að fá Ísland í staðinn fyrir Portúgal að sögn Justin Allen, blaðamanns The Sun. „Auðvitað. Ég vil ekki að þetta hljómi eins og við séum eitthvað kokhraust en við státum bara af svo skelfilegum árangri gegn Portúgal. Við höfum ekki unnið þá í mótsleik síðan 1966. Við vorum ansi hræddir við þá og sérstaklega Ronaldo. Þegar Ísland skoraði gegn Austurríki vorum við svolítið fegnir því við eigum betri möguleika á að vinna Ísland. Þetta verður samt erfiður leikur,“ segir Justin Allen. Enska liðið er ungt og ferskt en reynslan er ekki mikil. Englendingar horfa til þess að komast í undanúrslitin með þetta unga lið en sama hvað gerist verður það að vinna Ísland. „Það eru kynslóðaskipti í liðinu. Leikmenn eins og Steven Gerrard og Frank Lampard eru hættir en í staðinn eru komnir ungir strákar eins og Harry Kane, Raheem Sterling og Dele Alli. Ef við erum raunsæ þá verða allir ánægðir með að komast í undanúrslitin. Átta liða úrslit væri á pari en að tapa gegn Íslandi væri stórslys,“ segir Allen. Pressan á enska liðinu er ekki alveg jafnmikil og áður vegna þessara kynslóðaskipta sem Allen talar um en það er svo sannarlega ekki í boði að tapa fyrir Íslandi. Yrði tapleikur gegn íslenska liðinu síðasti leikur Roy Hodgson við stjórnvölinn hjá Englandi? „Já. Það er stutta svarið. Ekki gleyma því að England var á botni riðilsins á HM. Að tapa fyrir Íslandi, með fullri virðingu, er ekki í boði því þetta er land á stærð við Leicester. Ef það gerist verður þess krafist að Hodgson fari og nýr maður komi inn,“ segir Allen. Hér að ofanmá sjá allt viðtalið við Justin Allen.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Lars og Heimir ofarlega á mínum lista fyrir það sem þeir hafa gert Eiður Smári Guðjohnsen talaði vel um landsliðsþjálfarana á blaðamannafundi í dag. 25. júní 2016 09:27 Góður að sitja á bekknum og horfa á leikinn en er ekki ánægður með það Eiður Smári Guðjohnsen reynir að finna veikleika á mótherjanum sem hann getur nýtt sér. 25. júní 2016 09:38 Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16 Eiður Smári: Erfiður biti að kyngja Aðeins þrjú þúsund Íslendingar verða í stúkunni í leiknum gegn Englandi í Nice. 25. júní 2016 13:30 Sky Sports: Er Ísland Leicester EM 2016? Margt er líkt með óvæntu ensku meisturunum og íslenska landsliðinu í fótbolta. 25. júní 2016 12:00 Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58 Eiður fékk skilaboð frá Lampard „Ég veit ekki hver merkingin var nákvæmlega.“ 25. júní 2016 09:14 EM í dag: Groundhog day í Annecy Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt sem snýr að íslenska liðinu á EM í Frakklandi. 25. júní 2016 09:20 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira
Mark Arnórs Ingva Traustasonar fyrir Ísland gegn Austurríki í lokaleik strákanna okkar í riðlakeppni EM skipti íslensku þjóðina miklu máli því loksins mætir Ísland liði Englands í mótsleik og það á EM. Englendingar litu á þetta öðruvísi. Þeir voru guðs lifandi fegnir að fá Ísland í staðinn fyrir Portúgal að sögn Justin Allen, blaðamanns The Sun. „Auðvitað. Ég vil ekki að þetta hljómi eins og við séum eitthvað kokhraust en við státum bara af svo skelfilegum árangri gegn Portúgal. Við höfum ekki unnið þá í mótsleik síðan 1966. Við vorum ansi hræddir við þá og sérstaklega Ronaldo. Þegar Ísland skoraði gegn Austurríki vorum við svolítið fegnir því við eigum betri möguleika á að vinna Ísland. Þetta verður samt erfiður leikur,“ segir Justin Allen. Enska liðið er ungt og ferskt en reynslan er ekki mikil. Englendingar horfa til þess að komast í undanúrslitin með þetta unga lið en sama hvað gerist verður það að vinna Ísland. „Það eru kynslóðaskipti í liðinu. Leikmenn eins og Steven Gerrard og Frank Lampard eru hættir en í staðinn eru komnir ungir strákar eins og Harry Kane, Raheem Sterling og Dele Alli. Ef við erum raunsæ þá verða allir ánægðir með að komast í undanúrslitin. Átta liða úrslit væri á pari en að tapa gegn Íslandi væri stórslys,“ segir Allen. Pressan á enska liðinu er ekki alveg jafnmikil og áður vegna þessara kynslóðaskipta sem Allen talar um en það er svo sannarlega ekki í boði að tapa fyrir Íslandi. Yrði tapleikur gegn íslenska liðinu síðasti leikur Roy Hodgson við stjórnvölinn hjá Englandi? „Já. Það er stutta svarið. Ekki gleyma því að England var á botni riðilsins á HM. Að tapa fyrir Íslandi, með fullri virðingu, er ekki í boði því þetta er land á stærð við Leicester. Ef það gerist verður þess krafist að Hodgson fari og nýr maður komi inn,“ segir Allen. Hér að ofanmá sjá allt viðtalið við Justin Allen.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Lars og Heimir ofarlega á mínum lista fyrir það sem þeir hafa gert Eiður Smári Guðjohnsen talaði vel um landsliðsþjálfarana á blaðamannafundi í dag. 25. júní 2016 09:27 Góður að sitja á bekknum og horfa á leikinn en er ekki ánægður með það Eiður Smári Guðjohnsen reynir að finna veikleika á mótherjanum sem hann getur nýtt sér. 25. júní 2016 09:38 Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16 Eiður Smári: Erfiður biti að kyngja Aðeins þrjú þúsund Íslendingar verða í stúkunni í leiknum gegn Englandi í Nice. 25. júní 2016 13:30 Sky Sports: Er Ísland Leicester EM 2016? Margt er líkt með óvæntu ensku meisturunum og íslenska landsliðinu í fótbolta. 25. júní 2016 12:00 Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58 Eiður fékk skilaboð frá Lampard „Ég veit ekki hver merkingin var nákvæmlega.“ 25. júní 2016 09:14 EM í dag: Groundhog day í Annecy Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt sem snýr að íslenska liðinu á EM í Frakklandi. 25. júní 2016 09:20 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira
Eiður Smári: Lars og Heimir ofarlega á mínum lista fyrir það sem þeir hafa gert Eiður Smári Guðjohnsen talaði vel um landsliðsþjálfarana á blaðamannafundi í dag. 25. júní 2016 09:27
Góður að sitja á bekknum og horfa á leikinn en er ekki ánægður með það Eiður Smári Guðjohnsen reynir að finna veikleika á mótherjanum sem hann getur nýtt sér. 25. júní 2016 09:38
Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16
Eiður Smári: Erfiður biti að kyngja Aðeins þrjú þúsund Íslendingar verða í stúkunni í leiknum gegn Englandi í Nice. 25. júní 2016 13:30
Sky Sports: Er Ísland Leicester EM 2016? Margt er líkt með óvæntu ensku meisturunum og íslenska landsliðinu í fótbolta. 25. júní 2016 12:00
Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58
EM í dag: Groundhog day í Annecy Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt sem snýr að íslenska liðinu á EM í Frakklandi. 25. júní 2016 09:20