Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2016 21:16 Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja skýringuna á frjóseminni vera þá að kvenfuglinn hafi yngt upp og fengið sér ungan stegg þegar sá gamli var orðinn haltur. Það eru liðnar fjórar vikur frá því ungarnir sex sáust fyrst eftir að þeir yfirgáfu hreiðrið, sem er í hólma skammt ofan stíflunnar. Þeir virðast hafa skriðið úr eggjunum í kringum 20. maí. Við fengum fuglafræðinginn Ólaf Einarsson og Árbæinginn og landslagsarkitektinn Reyni Vilhjálmsson til að segja okkur frá álftinni og notuðum brauð til að lokka fjölskylduna nær okkur. Fuglafræðingurinn mælir raunar gegn brauðgjöfum yfir sumartímann.Ólafur Einarsson fuglafræðingur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” segir Ólafur. Fyrir íbúana í kring hefur álftin mikla þýðingu. „Á hverju einasta vori eru allir nágrannar mínir, og miklu fleiri, sem fylgjast alveg með varpinu. Þeir vita nokkur veginn hvenær von er á ungunum og fylgjast með. Og um leið og það kemur þá berst það eins og eldur um sinu; að það séu komnir ungar hjá álftinni,” segir Reynir. Hann hefur aldrei áður séð sex unga og hefur þó búið í nágrenni við álftina í yfir 40 ár. Hún hafi orpið á hverju ári en þó ekki allaf sama parið. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og íbúi við Árbæjarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fuglafræðingurinn segir greinilegt að álftin braggist vel á Árbæjarlóni. „Sex ungar er mjög gott hjá álftinni. Þetta eru svona vanalega 4-5. En svo eru fjölskyldurnar minni uppi á hálendinu. Þar eru færri ungar, kannski 3-4,” segir Ólafur. Reynir spyr hvort frjósemin stafi af því að kvenfuglinn hafi náð sér í ungan stegg fyrir nokkrum árum þegar sá gamli var orðinn slappur. „Hann var haltur og kom svo ekki eitt vorið. En í staðinn þá náði hún sér bara í annan karl. Hún bara yngdi upp.“ Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja skýringuna á frjóseminni vera þá að kvenfuglinn hafi yngt upp og fengið sér ungan stegg þegar sá gamli var orðinn haltur. Það eru liðnar fjórar vikur frá því ungarnir sex sáust fyrst eftir að þeir yfirgáfu hreiðrið, sem er í hólma skammt ofan stíflunnar. Þeir virðast hafa skriðið úr eggjunum í kringum 20. maí. Við fengum fuglafræðinginn Ólaf Einarsson og Árbæinginn og landslagsarkitektinn Reyni Vilhjálmsson til að segja okkur frá álftinni og notuðum brauð til að lokka fjölskylduna nær okkur. Fuglafræðingurinn mælir raunar gegn brauðgjöfum yfir sumartímann.Ólafur Einarsson fuglafræðingur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” segir Ólafur. Fyrir íbúana í kring hefur álftin mikla þýðingu. „Á hverju einasta vori eru allir nágrannar mínir, og miklu fleiri, sem fylgjast alveg með varpinu. Þeir vita nokkur veginn hvenær von er á ungunum og fylgjast með. Og um leið og það kemur þá berst það eins og eldur um sinu; að það séu komnir ungar hjá álftinni,” segir Reynir. Hann hefur aldrei áður séð sex unga og hefur þó búið í nágrenni við álftina í yfir 40 ár. Hún hafi orpið á hverju ári en þó ekki allaf sama parið. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og íbúi við Árbæjarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fuglafræðingurinn segir greinilegt að álftin braggist vel á Árbæjarlóni. „Sex ungar er mjög gott hjá álftinni. Þetta eru svona vanalega 4-5. En svo eru fjölskyldurnar minni uppi á hálendinu. Þar eru færri ungar, kannski 3-4,” segir Ólafur. Reynir spyr hvort frjósemin stafi af því að kvenfuglinn hafi náð sér í ungan stegg fyrir nokkrum árum þegar sá gamli var orðinn slappur. „Hann var haltur og kom svo ekki eitt vorið. En í staðinn þá náði hún sér bara í annan karl. Hún bara yngdi upp.“
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira