Fótbolti

Haglél á EM | Myndband og myndir af því þegar þurfti að stoppa leik Úkraínu og Norður-Írlands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haglél á EM. Tékkneski dómarinn stoppaði leikinn.
Haglél á EM. Tékkneski dómarinn stoppaði leikinn. Vísir/Getty
Evrópumótið í fótbolta fer fram í Frakklandi um mitt sumar en það er greinilega von á öllum veðrum ef marka má það sem gerðist í leik Norður-Írlands og Úkraínu í dag.

Tékkneski dómarinn Pavel Královec þurfti að gera stutt hlé á leiknum í dag eftir að það skall á mikið haglél en leikurinn fór  fram í  Lyon sem er ekki langt frá þar sem íslenska landsliðið er með höfuðstöðvar sínar á meðan mótinu stendur.

Það fór að rigna mjög mikið í seinni hálfleiknum og smá saman breyttust regndroparnir í haglél.

Leikmenn héldu áfram að spila þrátt fyrir veðrið en á endanum gafst dómarinn upp og raka alla leikmenn inn í skjól.

Hléið á leiknum var þó ekki langt því skömmum síðar stytti upp og leikmenn gátu haldið áfram leik.

Hér fyrir neðan má sjá þegar leikurinn var stöðvaður en þarna er Valtýr Björn Valtýsson að lýsa á símanum.  Þar fyrir neðan eru síðan myndir frá Parc Olympique Lyonnais leikvanginum í Lyon.

VísirEPA
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×