Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2016 13:16 Vísir/AFP/EPA Vígamenn Íslamska ríkisins fremja þjóðarmorð á Jasídum í Írak og Sýrlandi. Þeir hafa elt þjóðflokkinn með kerfisbundnum hætti frá ágúst 2014 þegar ISIS réðst inn í heimahérað þeirra við Sinjar fjall. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að þjóðarmorðið sé enn yfirstandandi og að minnst 3.200 konur og börn séu enn í haldi vígamanna. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið: „They came to destroy“: ISIS Crimes Against the Yazidis. Þúsundir kvenna og stúlkna voru teknar í gíslingu af ISIS en menn og drengir voru myrtir. Þúsunda er saknað og talið er að þeir liggi í fjöldagröfum í grennd við Sinjar fjall. Þegar hafa fjölmargar fjöldagrafir fundist en þær hafa ekki verið rannsakaðar nægjanlega, þar sem ISIS er enn með viðveru á svæðinu.Ungir drengir sem handsamaðir voru af ISIS voru þjálfaðir til hernaðar og notaðir til sjálfsmorðsárása. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að 19 konur hafi verið settar í búr og brenndar lifandi fyrir framan hundruð manna í Mosul. Þær voru sagðar hafa neitað að sænga hjá vígamönnum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að um 400 þúsund Jasídar hafi haldið til á svæðinu við Sinjar fjall en nánast allir hafi verið reknir á brott, hnepptir í ánauð eða myrtir. Hægt gengur að endurheimta héraðið úr höndum ISIS en vígamennirnir skilja eftir sig mikla eyðileggingu, jarðsprengjur og gildrur. Enn sem komið er búa langflestir Jasídar við bágan kost í flóttamannabúðum á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í norðurhluta Írak. Jasídar eru reiðir gagnvart alþjóðasamfélaginu. Þá sérstaklega þar sem þeim sýnist lítið vera gert til að bjarga þeim Jasídum sem enn eru í haldi ISIS. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ISIS hefði markvisst unnið að því að gjöreyða menningu Jasída með morðum, kynlífsþrælkun, þrælkun, pyntingu og öðrum aðferðum. Nefndin leggur meðal annars til að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og íhuga fjölmargar aðgerðir til að koma Jasídum til hjálpar og þar á meðal að ráðið íhugi hernaðarlega íhlutun. Ljóst er að tveimur árum eftir að Jasídar voru flestir reknir frá heimahögum sínum er raunum þeirra enn hvergi nærri lokið. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins fremja þjóðarmorð á Jasídum í Írak og Sýrlandi. Þeir hafa elt þjóðflokkinn með kerfisbundnum hætti frá ágúst 2014 þegar ISIS réðst inn í heimahérað þeirra við Sinjar fjall. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að þjóðarmorðið sé enn yfirstandandi og að minnst 3.200 konur og börn séu enn í haldi vígamanna. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið: „They came to destroy“: ISIS Crimes Against the Yazidis. Þúsundir kvenna og stúlkna voru teknar í gíslingu af ISIS en menn og drengir voru myrtir. Þúsunda er saknað og talið er að þeir liggi í fjöldagröfum í grennd við Sinjar fjall. Þegar hafa fjölmargar fjöldagrafir fundist en þær hafa ekki verið rannsakaðar nægjanlega, þar sem ISIS er enn með viðveru á svæðinu.Ungir drengir sem handsamaðir voru af ISIS voru þjálfaðir til hernaðar og notaðir til sjálfsmorðsárása. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að 19 konur hafi verið settar í búr og brenndar lifandi fyrir framan hundruð manna í Mosul. Þær voru sagðar hafa neitað að sænga hjá vígamönnum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að um 400 þúsund Jasídar hafi haldið til á svæðinu við Sinjar fjall en nánast allir hafi verið reknir á brott, hnepptir í ánauð eða myrtir. Hægt gengur að endurheimta héraðið úr höndum ISIS en vígamennirnir skilja eftir sig mikla eyðileggingu, jarðsprengjur og gildrur. Enn sem komið er búa langflestir Jasídar við bágan kost í flóttamannabúðum á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í norðurhluta Írak. Jasídar eru reiðir gagnvart alþjóðasamfélaginu. Þá sérstaklega þar sem þeim sýnist lítið vera gert til að bjarga þeim Jasídum sem enn eru í haldi ISIS. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ISIS hefði markvisst unnið að því að gjöreyða menningu Jasída með morðum, kynlífsþrælkun, þrælkun, pyntingu og öðrum aðferðum. Nefndin leggur meðal annars til að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og íhuga fjölmargar aðgerðir til að koma Jasídum til hjálpar og þar á meðal að ráðið íhugi hernaðarlega íhlutun. Ljóst er að tveimur árum eftir að Jasídar voru flestir reknir frá heimahögum sínum er raunum þeirra enn hvergi nærri lokið.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira