Sigmundur Davíð algjörlega einangraður Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 14:23 Sigmundur Davíð er nú algerlega einangraður og svo virðist sem hans eigin flokksmenn hafi snúið við honum baki. visir/vilhelm Meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór í Stjórnarráðsbygginguna og dvaldi þar einn í um klukkustund ræddu nokkrir þingmanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf. Án Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er algerlega einangraður. Hann þykir hafa spilað einleik þegar hann setti Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar og sagðist þess albúinn að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Fram hefur komið að þetta gerði hann án samráðs við þingflokkinn, Karl Garðarsson þingmaður gat vart leynt sárindum sínum þegar hann tjáði sig um málið í sjónvarpsviðtali nú fyrr í dag. Sigmundur fór til fundar við forsetann fyrr í dag, og bað um heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar Grímsson forseti, neitaði honum um þá heimild fyrr en hann hefði ráðgast við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og aðra stjórnmálaleiðtoga um hugsanlegt framhald. Nú var að hefjast fundur Sjálfstæðismanna í Valhöll en svo er gert ráð fyrir því að Bjarni fari á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Samkvæmt heimildum Vísis eru þingmenn flokkanna vera að skoða möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar, þá líklega undir forsæti Bjarna, með þátttöku Framsóknarflokksins, en þá án Sigmundar Davíðs. Til þess ber að líta að staðan er þröng. Greint hefur verið frá því að bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru tengdir aflandsfélögum og þingmenn Framsóknarflokksins eru vart trúverðugir eftir að hafa lagst í mikla vörn fyrir formanninn – án þess að vita hvað var í vændum varðandi fréttaflutning af tengslum hans við Wintris, og frægt viðtal við Sigmund sem sýnt var í Kastljósi í vikunni. Nokkuð sem Sigmundur Davíð hins vegar vissi en virðist ekki hafa greint neinum frá, né varað samstarfsfólk sitt við. Panama-skjölin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór í Stjórnarráðsbygginguna og dvaldi þar einn í um klukkustund ræddu nokkrir þingmanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf. Án Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er algerlega einangraður. Hann þykir hafa spilað einleik þegar hann setti Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar og sagðist þess albúinn að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Fram hefur komið að þetta gerði hann án samráðs við þingflokkinn, Karl Garðarsson þingmaður gat vart leynt sárindum sínum þegar hann tjáði sig um málið í sjónvarpsviðtali nú fyrr í dag. Sigmundur fór til fundar við forsetann fyrr í dag, og bað um heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar Grímsson forseti, neitaði honum um þá heimild fyrr en hann hefði ráðgast við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og aðra stjórnmálaleiðtoga um hugsanlegt framhald. Nú var að hefjast fundur Sjálfstæðismanna í Valhöll en svo er gert ráð fyrir því að Bjarni fari á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Samkvæmt heimildum Vísis eru þingmenn flokkanna vera að skoða möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar, þá líklega undir forsæti Bjarna, með þátttöku Framsóknarflokksins, en þá án Sigmundar Davíðs. Til þess ber að líta að staðan er þröng. Greint hefur verið frá því að bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru tengdir aflandsfélögum og þingmenn Framsóknarflokksins eru vart trúverðugir eftir að hafa lagst í mikla vörn fyrir formanninn – án þess að vita hvað var í vændum varðandi fréttaflutning af tengslum hans við Wintris, og frægt viðtal við Sigmund sem sýnt var í Kastljósi í vikunni. Nokkuð sem Sigmundur Davíð hins vegar vissi en virðist ekki hafa greint neinum frá, né varað samstarfsfólk sitt við.
Panama-skjölin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira