Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur spilað meiddur síðan hann sneri aftur eftir meiðsli í hæl sem hann varð fyrir í leik gegn Bournemouth í ágúst á síðasta ári.
Miðjumaðurinn öflugi var frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna en hann hefur aldrei náð sér að fullu eftir að hann sneri aftur í lið Liverpool.
„Stundum er ég minn versti óvinur ef ég er að spila meiddur. Þetta er oftast mér að kenna en svona er ég bara,“ segir Henderson.
„Mér finnst ég núna vera ná þeim krafti sem er svo stór hluti af mínum leik. Þegar ég er í standi þá virðist allt annað flæða mun betur.“
Henderson var í landsliðshópi Englands sem mætti Þýskalandi og Hollandi í síðustu viku og var hann ánægður með frammistöðu sína þar.
„Mér fannst ég spila minn besta leik á tímabilinu þegar kemur að líkamlega þættinum og ákefðinni sem var ánægjulegt fyrir mig,“ segir han.
„Ég fékk mikið sjálfstraust eftir þessa leiki og nú þarf ég bara að halda áfram að vinna í mínum málum í staðinn fyrir að vera alltaf á eftir hinum,“ segir Jordan Henderson.
Henderson er að spila meiddur
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
