Lífið

Owen Wilson djammaði á Danska barnum í nótt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Owen WIlson.
Owen WIlson. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Owen Wilson er staddur á Íslandi þessa dagana. Samkvæmt heimildum Vísis skellti hann sér í miðbæ Reykjavíkur í nótt og dansaði þar á Danska barnum við ljúfa tóna sem þar hljómuðu.

Wilson er 48 ára gamall leikari úr mikilli leikarafjölskyldu en bræður hans Andrew og Luke eru einnig leikarar. Wilson skaust upp á stjörnuhimininn í kringum aldamótin þegar hann lék í vinsælum myndum á borð við Zoolander og The Royal Tenenbaums.

Wilson komst í heimsfréttirnar árið 2007 þegar hann reyndi að fremja sjálfsmorð en hann hafði glímt við mikið þunglyndi. 

Hann og Íslandsvinurinn Ben Stiller eru miklir félagar og hafa leikið saman í fjölda mynda en mynd Stillers, The Secret Life of Walter Mitty, var tekin upp að stórum hluta hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×