Erlent

Vara við alvarlegu ástandi í Simbabve

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Sameinuðu þjóðirnar segja alvarlegt ástand vera að skapast í Simbabve. Landbúnaður landsins hefur orðið verulega illa úti vegna mikilla þurrka og 4,5 milljónir manna mun vanta mat á næsta ári. Búfénaður hefur drepist í miklu magni. Vatnsból eru tóm og uppskera nánast engin.

Þá var langt frá því að Sameinuðu þjóðirnar næðu markmiðum sínum með fjársöfnun vegna ástandsins og segja þeir að minnst 290 milljónir dali vanti enn upp á.

Forseti landsins, Robert Mugabe, lýsti yfir neyðarástandi í febrúar og versnandi efnahagur landsins hefur gert ástandið verra.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni er börn hætt að mæta í skóla og fara þess í stað á kreik á næturnar í leit að fersku vatni. Í einu héraði hafa sex þúsund börn hætt í skóla til að hjálpa til á heimilum sínum. Simbabve hefur lent í sambærilegum vandræðum undanfarin ár og hefur þurft að treysta á innflutning matvæla frá nágrannaríkjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×