Erlent

David Cameron við drottningu Bretlands: „Hingað eru að koma leiðtogar svaka spilltra ríkja“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Cameron og Elísabet í djúpum samræðum.
Cameron og Elísabet í djúpum samræðum. Vísir/Getty
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands var nýverið staddur í veislu þar sem haldið var upp á 90 ára afmæli Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Samræða hans við drottninguna þar sem Cameron ræddi um spillta leiðtoga var tekin upp á myndband og hefur komið Cameron í örlítil vandræði heima fyrir.

„Við héldum fund í ríkisstjórninni í morgun og við töluðum um fundinn sem við ætlum að halda gegn spillingu,“ sagði Cameron við drottninguna. „Hingað eru að koma leiðtogar svaka spilltra ríkja. Nígería og Afganistan eru líklegu tvo af spilltustu ríkjum heims.“

 

 

Svo virðist reyndar sem að leiðtogar þessara ríkja, Ashraf Ghani frá Afganistan og Muhammadu Buhari frá Nígeríu, taki undir orð forsætisráðherra Bretlands en þeir rita báðir kafla í nýrri bók sem gefin er út af forsætisráðuneyti Bretlands í tilefni af fundinum sem nefnist Against Corruption.

Þar segir Ghani að Afganistan sé eitt af spilltustu ríkjum heims. Samkvæmt mælikvarða Transparency International, samtökum sem berjast gegn spillingu er Afganistan í 166. sæti, þremur sætum frá botnsætinu. Nígería er í 136. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×