Erlent

Eyjur hverfa undir sjó í Kyrrahafi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísindamenn í Ástralíu rekja hvarf eyjanna til loftslagsbreytinga.
Vísindamenn í Ástralíu rekja hvarf eyjanna til loftslagsbreytinga. Vísir/Getty
Fimm eyjur í Kyrrahafi hafa horfið undir sjó vegna hækkandi sjávarmáls og strandrofs. Vísindamenn í Ástralíu rekja hvarf eyjanna til loftslagsbreytinga.

Eyjurnar fimm voru hluti af Solomon-eyjunum, eyjaklasa í Kyrrahafi. Enginn bjó á eyjunum sem um ræðir en stór hluti sex annarra eyja í eyjaklasanum hefur einnig horfið undir sjó. Hefur þurft að rýma þorp á eyjun.

Vísindamenn sem rannsaka hvarf eyjanna hafa skoðað 33 eyjar í Kyrrahafi með því að nýta sér loftmyndir og gögn frá árunum 1947 til 2014. Er niðurstaða þeirra að sjávarmál hafi hækkað um tíu millimetra á ári síðustu tvo áratugi.

Eyjurnar sem horfið hafa voru allt að fimm hektarar að stærð og segja vísindamenn að ekki sé um sandrif að ræða heldur alvöru eyjar.

Um 640 þúsund manns búa á Solomon-eyjum. Íbúar þar hafa margir hverjir flutt frá minni eyjum yfir á stærri eyjur vegna hækkandi sjávarmáls og strandrofs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×