Erlent

Fimm saknað eftir að hjólreiðabraut hrundi í Rio

Birgir Olgeirsson skrifar
Sjónvarvottar lýsa aðstæðum þannig að stóran hluta vantar á upphækkaða brautina sem stendur við sjávarsíðuna.
Sjónvarvottar lýsa aðstæðum þannig að stóran hluta vantar á upphækkaða brautina sem stendur við sjávarsíðuna. Vísir/Getty
Fimm er saknað eftir að hjólreiðabraut, sem reist var vegna Ólympíuleikanna í Río De Janeiro, hrundi í dag. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir fréttamiðlum í Brasilíu að tveir hafi mögulega látið lífið þegar brautin hrundi, en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar.

Sjónvarvottar lýsa aðstæðum þannig að stóran hluta vantar á upphækkaða brautina sem stendur við sjávarsíðuna.

Brautin var opnuð almenningi fyrr á þessu ári en var ekki ætluð fyrir keppni á leikunum sjálfum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×