Hann setur pressu á unnendur UFC að láta í sér heyra. Að standa með Conor sem vill berjast en forðast sviðsljósið til tilbreytingar.
Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC
„Viljið þið blaðamannafundi eða bardaga? Látið í ykkur heyra því við erum klárir í að berjast í sumar,“ skrifaði Kavanagh.
Það er ljóst að flestir unnendur MMA vilja ekki sjá Conor McGregor hætta og verður áhugavert að sjá hvernig UFC tekur við þessari sendingu frá Conor sem á að vera í Las Vegas á morgun. Hann verður klárlega ekki þar heldur á Íslandi.
Ur call now. You are the customers. What do you want? Press conferences or fights? Make some noise because we're ready to do the damn thing!
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) April 21, 2016