Erlent

Húsleit gerð í verksmiðju Mitsubishi Motors

Birgir Olgeirsson skrifar
Forstjóri Mitsubishi Motors, Tetsuro Aikawa , ræðir hér við blaðamenn vegna uppgötvunarinnar um falsanir fyrirtæksins.
Forstjóri Mitsubishi Motors, Tetsuro Aikawa , ræðir hér við blaðamenn vegna uppgötvunarinnar um falsanir fyrirtæksins. Vísir/EPA
Japanskir embættismenn gerðu húsleit á skrifstofum einnar af verksmiðjum bílaframleiðandans Mitsubishi Motors eftir að upp komst að fyrirtækið hafði falsað tölur um eldsneytis­eyðslu bifreiða sinna. Um er að ræða tæplega 600 þúsund farartæki sem fyrirtækið seldi í Japan.

Húsleitin fór meðal annars fram í verksmiðju fyrirtækisins í japönsku borginni Okazaki, að því er fram kemur á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC.

Haft er eftir talsmanni hjá japönskum stjórnvöldum að málið sé litið grafalvarlegum augum og hefur fyrirtækinu verið skipað að skila af sér ítarlegri skýrslu. Hefur Mitsubishi Motors frest til 27. apríl til að afhenda þessa skýrslu.

Talið er að þetta muni kosta fyrirtækið um 50 milljarða jena, eða því sem nemur um 55 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.

Þessar falsanir ná til 157 þúsund bíla sem fyrirtækið framleiddi sem og 468 þúsund bíla sem framleiddir voru fyrir Nissan.  Er þar um að ræða tegundir á borð við Mitsubishi ek Wagon og ek Space og Nissan Dayz og Dayz Roox.

Um er að ræða smábíla sem BBC segir hafa notið vinsælda í Japan en ekki á öðrum markaðssvæðum. 


Tengdar fréttir

Hlutabréf í Mitsubishi hríðféllu í gær

Forsvarsmenn bílaframleiðandans Mitsubishi hafa viðurkennt að hafa falsað tölur um eldsneytis­eyðslu bifreiða sinna. Um er að ræða tæplega 600 þúsund farartæki sem fyrirtækið seldi í Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×