Góð afsökun til að koma heim til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2016 07:00 Hrafnhildur í lauginni. Vísir/Getty Íslandsmótið í sundi fer fram um helgina og einn af farfuglunum okkar er kominn heim til að sýna sig og sjá aðra. Hrafnhildur Lúthersdóttir stundar æfingar í Bandaríkjunum og er á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í haust. Hún gaf sér samt tíma til að keppa á ÍM. „Það er bara góð staða á mér en ég er auðvitað smá þreytt eftir að vera nýkomin úr flugi,“ segir Hrafnhildur þegar Fréttablaðið nær í hana en þá var hún á leiðinni á æfingu í Hafnarfirði og hélt svo erindi seinna um kvöldið um reynslu sína af því að æfa sund og stunda nám í háskóla í Bandaríkjunum. Það var fullt út úr dyrum og mikið spurt. Besta sem hefur komið fyrir „Ég var bara að kynna fyrir fólki hvernig það er að vera þarna úti og hvað þetta er frábært tækifæri og gaman. Ég mæli hundrað prósent með þessu því þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig,“ segir Hrafnhildur en hvernig kom til að hún hélt þennan fyrirlestur með Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur? „Ég hef oft fengið spurningar um hvernig ferlið sé þarna úti, hvernig æfingar séu og hitt og þetta. Þjálfarar, krakkar og foreldrar hafa verið að spyrja mömmu mína um þetta þannig að ég sló til. Ég spurði Ingibjörgu hvort hún væri ekki til í að gera þetta með mér og hún sagðist hafa verið að pæla í þessu líka,“ segir Hrafnhildur en reynsla þeirra er ólík en báðar eru á því að þetta sé frábær upplifun. Hrafnhildur útskrifaðist sem almannatengill í desember. „Það er líka það frábæra við þetta að við fáum svo góða menntun með þessu. Við fáum flott tækifæri til að púsla þessu öllu saman án þess að vera með eitthvert vesen.“Æðislegt að fá þetta tækifæri Hrafnhildur hefur verið á fleygiferð út um allan heim þann tíma sem hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum enda mikið af mótum á Íslandi og annars staðar. „Það er æðislegt að fá tækifæri til að gera þetta allt. Ég tók eitthvert próf um daginn og þá fékk ég að vita að ég væri búin að fara til 23 prósenta af heiminum. Það held ég að sé mjög gott,“ segir hún. Hrafnhildur er á leiðinni á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og allt æfingaplan hennar miðast nú við það. „Þegar ég er að keppa þá er ég ekki að hvíla eins mikið því að ég veit að ég er með eitt stórt mót í vændum sem ég þarf að hvíla mest fyrir. Ég er búin að æfa miklu meira og er að reyna að bæta alla hluti sem ég get,“ segir Hrafnhildur en frábært ár gefur henni enn meira sjálfstraust.VísirSkýrari markmið og meiri trú „Núna er maður með miklu skýrari markmið og trúir því miklu meira að maður komist lengra. Ég trúði því áður en núna sé ég að ég er búin að gera þetta. Þá er þetta miklu nær manni. Það fylgir þessu góða ári líka pressan á það að maður verði að standa sig jafn vel, ef ekki betur, en í fyrra,“ segir Hrafnhildur. Hún hefur farið á flest stórmót og komst í úrslit í tveimur greinum á heimsmeistaramótinu í fyrra. „Því fleiri stórmót sem maður fer á, því meira lærir maður. Maður lærir hvernig maður á að haga sér og hvernig maður á að gera þetta. Það þarf að læra að loka alla hina úti og einbeita sér að sjálfum sér,“ segir hún. Hrafnhildur hefur verið í Bandaríkjunum við æfingar en eins og oft áður gaf hún sér tíma til að koma heim til að keppa á ÍM um komandi helgi. „Ég reyni að koma heim eins og ég get. Ég vil minna fólk á það að ég sé ennþá að synda og ég er náttúrulega ennþá Íslendingur þrátt fyrir allt,“ segir Hrafnhildur. Hún fær að skjótast heim til Íslands til að keppa á mótum og það metur hún mikils. „Það er líka alltaf gott að koma heim enda er þetta góð afsökun til að fara heim,“ segir Hrafnhildur.Bara nokkrir dagar á Íslandi Hrafnhildur fær bara nokkra daga á Íslandi áður en hún fer aftur út til Flórída en kemur síðan til Evrópu til að keppa á Evrópumótinu í London í maí. „Ég ætla að nota það sem eins konar æfingamót fyrir Ólympíuleikana. Ég hvíli eitthvað smá fyrir það til þess að geta séð hvar ég stend svo ég fari ekki alveg blind til Ríó. Ég er mjög spennt að sjá hvernig það fer,“ segir Hrafnhildur sem æfir á fullu þessa dagana og nýtur þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af lágmörkum. „Það eru sumir búnir að ná en aðrir ekki. Maður tekur eftir stressinu og þá finnur ég hvað er gott að vera búin að þessu og geta aðeins slakað í þegar kemur að slíkum áhyggjum,“ segir Hrafnhildur. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Sjá meira
Íslandsmótið í sundi fer fram um helgina og einn af farfuglunum okkar er kominn heim til að sýna sig og sjá aðra. Hrafnhildur Lúthersdóttir stundar æfingar í Bandaríkjunum og er á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í haust. Hún gaf sér samt tíma til að keppa á ÍM. „Það er bara góð staða á mér en ég er auðvitað smá þreytt eftir að vera nýkomin úr flugi,“ segir Hrafnhildur þegar Fréttablaðið nær í hana en þá var hún á leiðinni á æfingu í Hafnarfirði og hélt svo erindi seinna um kvöldið um reynslu sína af því að æfa sund og stunda nám í háskóla í Bandaríkjunum. Það var fullt út úr dyrum og mikið spurt. Besta sem hefur komið fyrir „Ég var bara að kynna fyrir fólki hvernig það er að vera þarna úti og hvað þetta er frábært tækifæri og gaman. Ég mæli hundrað prósent með þessu því þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig,“ segir Hrafnhildur en hvernig kom til að hún hélt þennan fyrirlestur með Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur? „Ég hef oft fengið spurningar um hvernig ferlið sé þarna úti, hvernig æfingar séu og hitt og þetta. Þjálfarar, krakkar og foreldrar hafa verið að spyrja mömmu mína um þetta þannig að ég sló til. Ég spurði Ingibjörgu hvort hún væri ekki til í að gera þetta með mér og hún sagðist hafa verið að pæla í þessu líka,“ segir Hrafnhildur en reynsla þeirra er ólík en báðar eru á því að þetta sé frábær upplifun. Hrafnhildur útskrifaðist sem almannatengill í desember. „Það er líka það frábæra við þetta að við fáum svo góða menntun með þessu. Við fáum flott tækifæri til að púsla þessu öllu saman án þess að vera með eitthvert vesen.“Æðislegt að fá þetta tækifæri Hrafnhildur hefur verið á fleygiferð út um allan heim þann tíma sem hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum enda mikið af mótum á Íslandi og annars staðar. „Það er æðislegt að fá tækifæri til að gera þetta allt. Ég tók eitthvert próf um daginn og þá fékk ég að vita að ég væri búin að fara til 23 prósenta af heiminum. Það held ég að sé mjög gott,“ segir hún. Hrafnhildur er á leiðinni á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og allt æfingaplan hennar miðast nú við það. „Þegar ég er að keppa þá er ég ekki að hvíla eins mikið því að ég veit að ég er með eitt stórt mót í vændum sem ég þarf að hvíla mest fyrir. Ég er búin að æfa miklu meira og er að reyna að bæta alla hluti sem ég get,“ segir Hrafnhildur en frábært ár gefur henni enn meira sjálfstraust.VísirSkýrari markmið og meiri trú „Núna er maður með miklu skýrari markmið og trúir því miklu meira að maður komist lengra. Ég trúði því áður en núna sé ég að ég er búin að gera þetta. Þá er þetta miklu nær manni. Það fylgir þessu góða ári líka pressan á það að maður verði að standa sig jafn vel, ef ekki betur, en í fyrra,“ segir Hrafnhildur. Hún hefur farið á flest stórmót og komst í úrslit í tveimur greinum á heimsmeistaramótinu í fyrra. „Því fleiri stórmót sem maður fer á, því meira lærir maður. Maður lærir hvernig maður á að haga sér og hvernig maður á að gera þetta. Það þarf að læra að loka alla hina úti og einbeita sér að sjálfum sér,“ segir hún. Hrafnhildur hefur verið í Bandaríkjunum við æfingar en eins og oft áður gaf hún sér tíma til að koma heim til að keppa á ÍM um komandi helgi. „Ég reyni að koma heim eins og ég get. Ég vil minna fólk á það að ég sé ennþá að synda og ég er náttúrulega ennþá Íslendingur þrátt fyrir allt,“ segir Hrafnhildur. Hún fær að skjótast heim til Íslands til að keppa á mótum og það metur hún mikils. „Það er líka alltaf gott að koma heim enda er þetta góð afsökun til að fara heim,“ segir Hrafnhildur.Bara nokkrir dagar á Íslandi Hrafnhildur fær bara nokkra daga á Íslandi áður en hún fer aftur út til Flórída en kemur síðan til Evrópu til að keppa á Evrópumótinu í London í maí. „Ég ætla að nota það sem eins konar æfingamót fyrir Ólympíuleikana. Ég hvíli eitthvað smá fyrir það til þess að geta séð hvar ég stend svo ég fari ekki alveg blind til Ríó. Ég er mjög spennt að sjá hvernig það fer,“ segir Hrafnhildur sem æfir á fullu þessa dagana og nýtur þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af lágmörkum. „Það eru sumir búnir að ná en aðrir ekki. Maður tekur eftir stressinu og þá finnur ég hvað er gott að vera búin að þessu og geta aðeins slakað í þegar kemur að slíkum áhyggjum,“ segir Hrafnhildur.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Sjá meira