Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. janúar 2016 14:30 Viðar Örn Kjartansson fer frá Kína til Svíþjóðar. mynd/mff Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, samdi í dag við sænska úrvalsdeildarliðið Malmö til þriggja ára, en nú stendur yfir fréttamannafundur þar sem verið er að kynna hann til leiks. Malmö kaupir Viðar Örn frá kínverska félaginu Jiangsu Sainty sem hann var samningsbundinn í eitt ár til viðbótar. Viðar skoraði níu mörk í 22 leikjum fyrir kínverska liðið og varð bikarmeistari á síðustu leiktíð ásamt Sölva Geir Ottesen. Sænska blaðið Expressen greindi frá því síðastliðinn föstudag að Malmö væri búið að leggja inn kauptilboð í Selfyssinginn, en hann var einnig orðaður við danska félagið AGF í Árósum. Hjá Malmö verður Viðar Örn samherji Kára Árnasonar sem kom til félagsins síðastliðið sumar frá Rotherham á Englandi, en þeir eru einnig samherjar í íslenska landsliðinu. Viðar Örn, sem sló í gegn með Fylki í Pepsi-deildinni 2013, þekkir ágætlega til á Norðurlöndum. Hann varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Malmö er eitt allra stærsta félagið á Norðurlöndum í dag, en það komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar undanfarin tvö ár. Malmö varð síðast Svíþjóðarmeistari 2014, en það hefur unnið titilinn þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og 18 sinnum í heildina. Viðar Örn, sem er uppalinn á Selfossi, á að baki átta leiki með íslenska A-landsliðinu. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum í 2-1 tapi gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, samdi í dag við sænska úrvalsdeildarliðið Malmö til þriggja ára, en nú stendur yfir fréttamannafundur þar sem verið er að kynna hann til leiks. Malmö kaupir Viðar Örn frá kínverska félaginu Jiangsu Sainty sem hann var samningsbundinn í eitt ár til viðbótar. Viðar skoraði níu mörk í 22 leikjum fyrir kínverska liðið og varð bikarmeistari á síðustu leiktíð ásamt Sölva Geir Ottesen. Sænska blaðið Expressen greindi frá því síðastliðinn föstudag að Malmö væri búið að leggja inn kauptilboð í Selfyssinginn, en hann var einnig orðaður við danska félagið AGF í Árósum. Hjá Malmö verður Viðar Örn samherji Kára Árnasonar sem kom til félagsins síðastliðið sumar frá Rotherham á Englandi, en þeir eru einnig samherjar í íslenska landsliðinu. Viðar Örn, sem sló í gegn með Fylki í Pepsi-deildinni 2013, þekkir ágætlega til á Norðurlöndum. Hann varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Malmö er eitt allra stærsta félagið á Norðurlöndum í dag, en það komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar undanfarin tvö ár. Malmö varð síðast Svíþjóðarmeistari 2014, en það hefur unnið titilinn þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og 18 sinnum í heildina. Viðar Örn, sem er uppalinn á Selfossi, á að baki átta leiki með íslenska A-landsliðinu. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum í 2-1 tapi gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33