Erlent

Hjólandi flóttamönnum vísað frá Noregi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Flóttamenn hafa gripið til þess ráðs að fara hjólandi yfir rússnesku landamærin til Noregs, þar sem ekki er leyfilegt að fara fótgangandi yfir þau.
Flóttamenn hafa gripið til þess ráðs að fara hjólandi yfir rússnesku landamærin til Noregs, þar sem ekki er leyfilegt að fara fótgangandi yfir þau. vísir/epa
Norsk yfirvöld hyggjast vísa á brott flóttafólki sem kemur hjólandi yfir rússnesku landamærin til Noregs. Á sjötta þúsund flóttamenn fóru um landamærastöðina Storskog, austur af bænum Kirkenes, á síðasta ári. Flestir frá Sýrlandi.

Ástæða þess að fólkið hjólar yfir landamærin er sú að bannað er að fara fótgangandi yfir þau. Hjólandi flóttamönnum fjölgaði umtalsvert eftir að stjórnvöld í Noregi tilkynntu að þeir ökumenn sem tækju flóttamenn með sér yfir landamærin ættu hættu á að verða ákærðir fyrir smygl á fólki. Reiðhjólin eru oftast nær skilin eftir við landamærin.

Sylvi Listhaug, innflytjendaráðherra Noregs, segir að stemma verði stigu við flóttamannastrauminn. Því þurfi að grípa til þess ráðs að vísa burt flóttafólki sem geti ekki sýnt fram á tilskilin leyfi. Fólkið þurfi þó ekki að snúa aftur á reiðhjólunum, heldur verði rútuferðir í boði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×