Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2016 13:04 Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. Mynd/NRK Skam eru norskir unglingaþættir sem framleiddir eru af norska ríkisútvarpinu (NRK). Þættirnir eru merkilegir fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta eru þeir vefþættir og hefur NRK nær einungis nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu þáttanna.Á síðu NRK birtist nýr þáttur hvern föstudag en þess á milli birtast brot úr næsta þætti inn á síðunni. Að auki birtast þar Facebook samtöl, smáskilaboð og Instagram færslur sem veita aðdáendum innsýn í líf persónanna. Ríflega tvöþúsund Íslendingar skeggræða þættina í aðdáendahópi á Facebook og eru þeir vinsælustu þættir sem Norðmenn hafa framleitt. Skam, eða Skömm, fylgir nemendum í Hartvig Nissen menntaskólanum í vesturhluta Osló þar sem þeir læra að takast á við lífið, ástina, kynferðisofbeldi og andleg veikindi. Hver þáttaröð einblínir á eina aðalpersónu og í þriðju þáttaröð, sem lýkur í dag þegar tíundi þátturinn birtist á vef NRK, er fylgst með Isak Valterson. Aðdáendur Skam þurfa þó ekki að örvænta því NRK hefur staðfest að þau muni framleiða fjórðu seríuna.Skam var upprunalega ætlað að lokka fleiri unga áhorfendur á vef norska Ríkisútvarpsins en er nú orðinn vinsælasti þáttur í sögu Noregs og að meðaltali horfa 1,2 milljónir manns á þættina í hverri viku. Einungis ein þáttaröð er aðgengileg með íslenskum texta á vef RÚV og hafa íslenskir aðdáendur margir brugðið á það ráð að horfa á þættina með norskum texta og lært norsku á methraða við áhorfið. Ekki láta ykkur bregða þó fleiri hrópi „herregud!“ eða „kødder du?“ á næstunni. Í Facebook hópnum SKAM-aðdáendur á Íslandi eru svo rúmlega tvöþúsund manns sem eru duglegir að láta vita þegar nýtt efni birtist úr þáttunum og skeggræða hinar ýmsu kenningar um líf og ástir nemenda Hartvig Nissen.MIKILVÆGT! Orðabók fyrir alla sem horfa á SKAM pic.twitter.com/Zg1gh36vwa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) November 17, 2016 Þáttunum er fátt óviðkomandi og taka þeir á öllu frá skipulagningu Russebuss (rútur sem verðandi stúdentar leigja, skreyta og djamma í) til kynferðisofbeldis og þess flækjustigs sem fylgir því að koma út úr skápnum. Í annari seríu fer ein persónan til að mynda í mál við mann sem tók af henni nektarmynd eftir að hún dó áfengisdauða í partýi. Norska lögreglan hrósaði henni á Facebook og hvatti önnur ungmenni til að kæra slíka glæpi. Heilinn á bakvið Skam er hin 34 ára gamla Julie Andem sem sér bæði um handritaskrif og leikstjórn. Til að fá innsýn inn í líf norskra unglinga eyddi Andem hálfu ári í að ferðast um Noreg og taka viðtöl við unglina um líf þeirra. Í viðtali við New York Times sagði Andem að hún hafi aðallega tekið eftir því að unglingar væru undir mikilli pressu.Já ég horfi á skamJá ég hlusta á skam tónlistJá ég hjóla um í russedress pic.twitter.com/bnoU6ySyvq— Óskar Steinn (@oskasteinn) November 29, 2016 1.200 manns fóru í áheyrendaprufu fyrir þættina og skapaði Andem persónurnar eftir að réttu leikararnir voru fundnir. Andem notast einnig við ábendingar frá leikurunum og áhorfendum við skrif á þáttunum til að söguþráðurinn sé sem trúanlegastur. Tveir þættir eru teknir upp á þremur dögum vegna þess að margir leikaranna eru enn í skóla eða í öðrum vinnum, enda eru þau flest á aldri við persónurnar sem þau leika. Von er á enskri útgáfu af þáttunum fyrir amerískan markað en Simon Fuller, maðurinn á bakvið Idol stórveldið, hyggst aðlaga Skam að bandarískum og kanadískum markaði. Nýjar persónur og leikendur verða í útgáfunni vestanhafs, en útgáfa Fuller mun þó styðjast við sömu framsetningu og sú norska. Til að passa upp á að farið sé eftir uppskrift mun NRK sinna ráðgjafahlutverki við framleiðsluna, en búist er við að hún hefjist á næsta ári.@SalkaRn og Skam, RT to spread the word pic.twitter.com/BxVmEXwX25— Íris Vilhjálmsdóttir (@irisv99) December 14, 2016 Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Skam eru norskir unglingaþættir sem framleiddir eru af norska ríkisútvarpinu (NRK). Þættirnir eru merkilegir fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta eru þeir vefþættir og hefur NRK nær einungis nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu þáttanna.Á síðu NRK birtist nýr þáttur hvern föstudag en þess á milli birtast brot úr næsta þætti inn á síðunni. Að auki birtast þar Facebook samtöl, smáskilaboð og Instagram færslur sem veita aðdáendum innsýn í líf persónanna. Ríflega tvöþúsund Íslendingar skeggræða þættina í aðdáendahópi á Facebook og eru þeir vinsælustu þættir sem Norðmenn hafa framleitt. Skam, eða Skömm, fylgir nemendum í Hartvig Nissen menntaskólanum í vesturhluta Osló þar sem þeir læra að takast á við lífið, ástina, kynferðisofbeldi og andleg veikindi. Hver þáttaröð einblínir á eina aðalpersónu og í þriðju þáttaröð, sem lýkur í dag þegar tíundi þátturinn birtist á vef NRK, er fylgst með Isak Valterson. Aðdáendur Skam þurfa þó ekki að örvænta því NRK hefur staðfest að þau muni framleiða fjórðu seríuna.Skam var upprunalega ætlað að lokka fleiri unga áhorfendur á vef norska Ríkisútvarpsins en er nú orðinn vinsælasti þáttur í sögu Noregs og að meðaltali horfa 1,2 milljónir manns á þættina í hverri viku. Einungis ein þáttaröð er aðgengileg með íslenskum texta á vef RÚV og hafa íslenskir aðdáendur margir brugðið á það ráð að horfa á þættina með norskum texta og lært norsku á methraða við áhorfið. Ekki láta ykkur bregða þó fleiri hrópi „herregud!“ eða „kødder du?“ á næstunni. Í Facebook hópnum SKAM-aðdáendur á Íslandi eru svo rúmlega tvöþúsund manns sem eru duglegir að láta vita þegar nýtt efni birtist úr þáttunum og skeggræða hinar ýmsu kenningar um líf og ástir nemenda Hartvig Nissen.MIKILVÆGT! Orðabók fyrir alla sem horfa á SKAM pic.twitter.com/Zg1gh36vwa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) November 17, 2016 Þáttunum er fátt óviðkomandi og taka þeir á öllu frá skipulagningu Russebuss (rútur sem verðandi stúdentar leigja, skreyta og djamma í) til kynferðisofbeldis og þess flækjustigs sem fylgir því að koma út úr skápnum. Í annari seríu fer ein persónan til að mynda í mál við mann sem tók af henni nektarmynd eftir að hún dó áfengisdauða í partýi. Norska lögreglan hrósaði henni á Facebook og hvatti önnur ungmenni til að kæra slíka glæpi. Heilinn á bakvið Skam er hin 34 ára gamla Julie Andem sem sér bæði um handritaskrif og leikstjórn. Til að fá innsýn inn í líf norskra unglinga eyddi Andem hálfu ári í að ferðast um Noreg og taka viðtöl við unglina um líf þeirra. Í viðtali við New York Times sagði Andem að hún hafi aðallega tekið eftir því að unglingar væru undir mikilli pressu.Já ég horfi á skamJá ég hlusta á skam tónlistJá ég hjóla um í russedress pic.twitter.com/bnoU6ySyvq— Óskar Steinn (@oskasteinn) November 29, 2016 1.200 manns fóru í áheyrendaprufu fyrir þættina og skapaði Andem persónurnar eftir að réttu leikararnir voru fundnir. Andem notast einnig við ábendingar frá leikurunum og áhorfendum við skrif á þáttunum til að söguþráðurinn sé sem trúanlegastur. Tveir þættir eru teknir upp á þremur dögum vegna þess að margir leikaranna eru enn í skóla eða í öðrum vinnum, enda eru þau flest á aldri við persónurnar sem þau leika. Von er á enskri útgáfu af þáttunum fyrir amerískan markað en Simon Fuller, maðurinn á bakvið Idol stórveldið, hyggst aðlaga Skam að bandarískum og kanadískum markaði. Nýjar persónur og leikendur verða í útgáfunni vestanhafs, en útgáfa Fuller mun þó styðjast við sömu framsetningu og sú norska. Til að passa upp á að farið sé eftir uppskrift mun NRK sinna ráðgjafahlutverki við framleiðsluna, en búist er við að hún hefjist á næsta ári.@SalkaRn og Skam, RT to spread the word pic.twitter.com/BxVmEXwX25— Íris Vilhjálmsdóttir (@irisv99) December 14, 2016
Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira