Komnar frá Amsterdam með tónlist í farteskinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2016 09:30 Helena Basilova og Guja Sandholt á æfingu í Fríkirkjunni. Þær ætla að koma þar fram annað kvöld. Vísir/GVA „Við erum ekki með alveg hefðbundið aðventuprógramm því þar er ekki einvörðungu íslensk og erlend jólatónlist heldur ætlum við að flytja líka hátíðlegan ljóðaflokk eftir Richard Wagner,“ segir Guja Sandholt mezzó-sópran spurð út í tónleika sem hún heldur í Fríkirkjunni annað kvöld, ásamt hinni hollensk/rússnesku Helenu Basilova píanista. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Guja segir ljóðaflokkinn þá tónlist sem oftast heyrist eftir Wagner fyrir utan óperurnar. „Þetta eru fimm mjög fræg ljóð með fallegu og heimspekilegu þema, það fyrsta er um engil og það síðasta um drauma. Þau eru öll skrifuð af Mathilde Wisenbock og tónsett af Wagner en þau tvö voru víst mjög náin en ekki gift. Reynir Axelsson er búinn að þýða ljóðin svo það verður ekkert mál að skilja þau.“ Guja og Helena eru báðar búsettar í Amsterdam í Hollandi og þar vinna þær stundum saman. Guja kveðst hafa búið í tíu ár ytra, þar af sex í Amsterdam en áður í Salzburg og London. Nú er hún sjálfstætt starfandi söngkona og hefur nóg að gera. „En ég er alltaf að horfa heim og langar að verða virkari hér, þessir tónleikar eru liður í því,“ segir hún. „Mér fannst líka stórkostlegt að fá Helenu til að koma hingað sérstaklega til að spila með mér. Hún hefur komið fram víða um heim á sínum ferli og er einn af athyglisverðustu píanistum sinnar kynslóðar í Hollandi. Hún verður bara í fjóra daga á Íslandi en ég ætla að dvelja fram yfir hátíðarnar.“ Tveir ungir söngvarar sem eru í námi í Listaháskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík ætla að koma fram með Guju að syngja með henni einn dúett hvor. Það eru Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur Auður Helgason. Bæði eru þau í sönghópnum Fjárlaganefnd sem hefur vakið athygli að undanförnu. „Ég hlakka mikið til tónleikanna,“ segir Guja. „Mér finnst æðislegt að fá að syngja hér heima. Við ætlum að lýsa upp kirkjuna með kertaljósum og skapa hátíðlega stemningu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember 2016 Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Við erum ekki með alveg hefðbundið aðventuprógramm því þar er ekki einvörðungu íslensk og erlend jólatónlist heldur ætlum við að flytja líka hátíðlegan ljóðaflokk eftir Richard Wagner,“ segir Guja Sandholt mezzó-sópran spurð út í tónleika sem hún heldur í Fríkirkjunni annað kvöld, ásamt hinni hollensk/rússnesku Helenu Basilova píanista. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Guja segir ljóðaflokkinn þá tónlist sem oftast heyrist eftir Wagner fyrir utan óperurnar. „Þetta eru fimm mjög fræg ljóð með fallegu og heimspekilegu þema, það fyrsta er um engil og það síðasta um drauma. Þau eru öll skrifuð af Mathilde Wisenbock og tónsett af Wagner en þau tvö voru víst mjög náin en ekki gift. Reynir Axelsson er búinn að þýða ljóðin svo það verður ekkert mál að skilja þau.“ Guja og Helena eru báðar búsettar í Amsterdam í Hollandi og þar vinna þær stundum saman. Guja kveðst hafa búið í tíu ár ytra, þar af sex í Amsterdam en áður í Salzburg og London. Nú er hún sjálfstætt starfandi söngkona og hefur nóg að gera. „En ég er alltaf að horfa heim og langar að verða virkari hér, þessir tónleikar eru liður í því,“ segir hún. „Mér fannst líka stórkostlegt að fá Helenu til að koma hingað sérstaklega til að spila með mér. Hún hefur komið fram víða um heim á sínum ferli og er einn af athyglisverðustu píanistum sinnar kynslóðar í Hollandi. Hún verður bara í fjóra daga á Íslandi en ég ætla að dvelja fram yfir hátíðarnar.“ Tveir ungir söngvarar sem eru í námi í Listaháskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík ætla að koma fram með Guju að syngja með henni einn dúett hvor. Það eru Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur Auður Helgason. Bæði eru þau í sönghópnum Fjárlaganefnd sem hefur vakið athygli að undanförnu. „Ég hlakka mikið til tónleikanna,“ segir Guja. „Mér finnst æðislegt að fá að syngja hér heima. Við ætlum að lýsa upp kirkjuna með kertaljósum og skapa hátíðlega stemningu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember 2016
Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira