Erlent

Finnskir bændur mótmæltu stefnu stjórnvalda

Atli Ísleifsson skrifar
Bændurnir krefjast þess að stjórnvöld auki stuðning við landbúnaðinn.
Bændurnir krefjast þess að stjórnvöld auki stuðning við landbúnaðinn. Vísir/AFP
Rúmlega þrjú þúsund bændur söfnuðust saman með um sex hundruð dráttarvélar í miðborg finnsku höfuðborgarinnar Helsinki fyrr í dag.

Bændurnir krefjast þess að stjórnvöld bregðist við og auki stuðning sinn við landbúnaðinn.

Mótmælendur segja bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna lækkandi matvælaverðs og viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins í garð Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×