Besti golfari heims lítill í sér fyrir titilvörnina á PGA-meistaramótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 13:00 Jason Day. Vísir/Getty Síðasta risamót ársins í golfinu, PGA-meistaramótið, hefst í dag en að þessu sinni verður það haldið hjá Baltusrol-klúbbnum í Springfield í New Jersey fylki. Jason Day er efsti maðurinn á heimslistanum og hann vann sinn fyrsta risatitil á PGA-meistaramótinu í fyrra. Day náði aðeins einum æfingahring á mótinu en hann eyddi allri aðfaranótt miðvikudagsins á sjúkrahúsi eftir að eiginkona hans fékk mikil ofnæmisviðbrögð. Jason Day gæti misst efsta sætið á heimslistanum en hann endar neðar en 28. sæti og að Dustin Johnson sé á sama tíma meðal tveggja efstu. Jason Day er búinn að sitja í efsta sæti listans síðan í mars. „Ég er hálfslappur. Ég verð að reyna að stýra þolinmæðinni því ég hef litla sem enga þolinmæði núna. Af einhverjum ástæðum missi ég alltaf þolinmæðina þegar ég er veikur. Ég hef þá hreinlega enga þolinmæði," sagði Jason Day við blaðamenn á Baltusrol í gær. BBC segir frá. Jason Day hefur bæði glímt við meiðsli og veikindi á tímabilinu. Hann varð í 10. sæti á Mastersmótinu, í 9. sæti á opna bandaríska mótinu og í 22. sæti á opna breska. „Það er bara virkilega erfitt að vinna golfmót. Það er eins og allir halda að ef þú ert í forystu eða sigurstranglegur þá sértu í lægð ef þú vinnur ekki mótið. Það er bara ekki svoleiðis," sagði Day. PGA-meistaramótið verður sýnt á Golfstöðinni og útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 17.00 í kvöld. Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Síðasta risamót ársins í golfinu, PGA-meistaramótið, hefst í dag en að þessu sinni verður það haldið hjá Baltusrol-klúbbnum í Springfield í New Jersey fylki. Jason Day er efsti maðurinn á heimslistanum og hann vann sinn fyrsta risatitil á PGA-meistaramótinu í fyrra. Day náði aðeins einum æfingahring á mótinu en hann eyddi allri aðfaranótt miðvikudagsins á sjúkrahúsi eftir að eiginkona hans fékk mikil ofnæmisviðbrögð. Jason Day gæti misst efsta sætið á heimslistanum en hann endar neðar en 28. sæti og að Dustin Johnson sé á sama tíma meðal tveggja efstu. Jason Day er búinn að sitja í efsta sæti listans síðan í mars. „Ég er hálfslappur. Ég verð að reyna að stýra þolinmæðinni því ég hef litla sem enga þolinmæði núna. Af einhverjum ástæðum missi ég alltaf þolinmæðina þegar ég er veikur. Ég hef þá hreinlega enga þolinmæði," sagði Jason Day við blaðamenn á Baltusrol í gær. BBC segir frá. Jason Day hefur bæði glímt við meiðsli og veikindi á tímabilinu. Hann varð í 10. sæti á Mastersmótinu, í 9. sæti á opna bandaríska mótinu og í 22. sæti á opna breska. „Það er bara virkilega erfitt að vinna golfmót. Það er eins og allir halda að ef þú ert í forystu eða sigurstranglegur þá sértu í lægð ef þú vinnur ekki mótið. Það er bara ekki svoleiðis," sagði Day. PGA-meistaramótið verður sýnt á Golfstöðinni og útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 17.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira