Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-0 | Eyjamenn í bikarúrslit í fyrsta sinn í 16 ár Smári Jökull Jónsson á Hásteinsvelli skrifar 28. júlí 2016 21:00 Hafsteinn Briem átti frábæran leik í vörn ÍBV. vísir/anton ÍBV er komið í úrslit Borgunarbikarsins eftir 1-0 sigur á Íslandsmeisturum FH á Hásteinsvelli í kvöld. Simon Smidt skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu með góðu skoti eftir að hafa leikið skemmtilega á Kassim Doumbia. Eyjamenn vörðu forystuna með kjafti og klóm í seinni hálfleik og lönduðu sigrinum. ÍBV mætir Val í bikarúrslitaleiknum 13. ágúst næstkomandi.Af hverju vann ÍBV?Líkt og Heimir Guðjónsson þjálfari FH sagði eftir leik þá vildu Eyjamenn þetta einfaldlega meira. Eftir vandræði í upphafi leiks og framan af fyrri hálfleik þá komust Eyjamenn betur og betur inn í leikinn og markið gaf þeim sjálfstraust. Þá voru varnarmenn FH steinsofandi og Danirnir Mikkel Jakobsen og Simon Smidt nýttu sér það vel þegar þeir voru snöggir að taka aukaspyrnu. FH-ingar voru hugmyndasnauðir í sóknarleiknum og boltinn gekk hægt á milli. Þeim gekk bölvanlega að skapa sér færi og besta færi þeirra kom í raun strax á 2.mínútu þegar Eyjamenn björguðu á síðustu stundu fyrirgjöf frá Kristjáni Flóka. Derby Carillo markvörður ÍBV varði svo vel í einu færi í lokin og þar með eru færi FH nánast upptalin. Ótrúlegt miðað við að ÍBV þurfti að gera breytingar á vörn sinni eftir einungis 12 mínútur.Hverjir stóðu upp úr?Varnarleikur ÍBV var til fyrirmyndar og Hafsteinn Briem og Jón Ingason, sem færði sig í miðvörðinn þegar Avni Pepa meiddist, mynduðu saman Heimaklett fyrir framan Derby Carillo í markinu. Derby hefur sýnt skrautlega takta á köflum í sumar en átti afbragðs leik í dag. Þá verður að minnast á Felix Örn Friðriksson. Peyjinn er einunigs 17 ára gamall og kom inn í þennan stórleik á 12.mínútu. Hann steig vart feilsport og greinilegt að þar er efnilegur leikmaður á ferð. Pablo Punyed var einnig sterkur á miðju heimamanna og Elvar Ingi duglegur í framlínunni. Það er í raun erfitt að taka einhvern leikmann FH út fyrir góðan leik. Þórarinn Ingi var ógnandi í byrjun en sást varla eftir að hann var færður í bakvörðinn. Hafnfirðingar voru einfaldlega langt frá sínu besta í dag.Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH gekk bölvanlega. Þeir voru töluvert meira með boltann en sóknarleikurinn var hægur og hugmyndasnauður. Fyrirgjafir þeirra enduðu oftast hjá Derby í markinu eða þá að Eyjamenn náðu að hreinsa. Sofandiháttur FH kostaði þá mark. Þeir voru ekki vakandi þegar Eyjamenn tóku aukaspyrnu hratt og Mikkel Jakobsen nýtti sér það með góðri sendingu á landa sinn Simon Smidt sem skoraði. Svona einbeitingarleysi hjá jafn reynslumiklu liði og FH er óvanalegt að sjá og hlýtur að valda Heimi Guðjónssyni heilabrotum. Heimir talaði um að liðið væri nú búið að tapa tveimur úrslitaleikjum í röð og átti þá við leikinn í dag sem og leikinn gegn Dundalk í Evrópukeppni. Svekkjandi fyrir FH sem þurfa að leggja allt sitt í Pepsi-deildina það sem eftir er sumars.Hvað gerist næst?Eyjamenn eru komnir í úrslitaleik Borgunarbikarsins þar sem þeir mæta Valsmönnum. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem Eyjamenn spila í bikarúrslitum og því stór áfangi fyrir þá. Nú verður það áskorun fyrir Bjarna Jóhannsson þjálfara liðsins að stilla strengina hjá sínu liði í deildinni sömuleiðis en þar eru þeir stutt frá fallbaráttunni. Hjá FH er lítið framundan nema leikir í Pepsi-deildinni. Þeir eiga næst leik gegn sjóðandi heitum Skagamönnum og þurfa heldur betur að rífa sig í gang ætli þeir sér sigur þar. Bjarni: Þýðir ekkert að vera með hausinn í jörðinni í DalnumBjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.Vísir/AntonBjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV var vitaskuld ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins. „Þetta er frábært, alveg meiriháttur. Stuðningurinn hér, sólin og Dalurinn þetta hjálpast allt að. Það var frábær stemmning og sérstaklega í liðinu í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni sigurreifur í samtali við Vísi að leik loknum. ÍBV þurfti að gera breytingu á sínu liði strax eftir rúmar tíu mínútur þegar varnarmaðurinn og fyrirliðinn Avni Pepa meiddist. „Það gekk ótrúlega vel og kom mjög á óvart hvað við vorum vel spilandi til baka. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfeik með ákveðna hluti en fáum svo markið sem hleypir þessu í svolítið annan leik. Svo var frábær dugnaður og áræðni í seinni hálfleik sem skóp það að við héldum þessu marki,“ bætti Bjarni við. Nú er Þjóðhátíð framundan og ekki annað hægt að segja en að hún hafi byrjað fyrir Eyjamenn á Hásteinsvelli í kvöld. „Það verður aðeins að leyfa sér smá og leyfa drengjunum aðeins að fíla þetta. En þeir vita alveg hvað er í vændum á næstu dögum. Það þýðir ekkert að vera með hausinn í jörðinni í Dalnum, menn verða að vera glaðir þar.“ Úrslitaleikur ÍBV og Vals fer fram á Laugardalsvelli þann 13.ágúst. Bjarni var spenntur fyrir þeim leik. „Hann leggst vel í mig. Þetta er búin að vera svakaleg leið í þennan úrslitaleik. Við erum búnir að slá út Stjörnuna og Breiðablik á útivelli og fengum sannarlega að hafa fyrir því í fyrsta leik gegn Hugin hér á heimavelli. Þetta er leið í erfiðari kantinum en þú verður stundum að fara þessa leið,“ sagði Bjarni Jóhannsson að lokum. Heimir: Við vorum ekki tilbúnirHeimir Guðjónsson þjálfari FH.Heimir Guðjónsson þjálfari FH var niðurlútur eftir tapið gegn ÍBV og verulega ósáttur með leik sinna manna. „Þetta var fyllilega sanngjarn sigur. Þeir vildu þetta miklu meira og voru mættir í stríð á meðan við vorum ekki tilbúnir. Mér fannst þeir töluvert sterkari en við í þessum leik. Við byrjuðum ágætlega en svo fjaraði undan þessu. Við fengum á okkur mark og þá tók við skipulagt „kaos“ og það hefði getað verið 2-0 í hálfleik,“ sagði Heimir í samtali við Vísi að leik loknum. „Við náðum ekki að opna þá og komum ekki með nóg af fyrirgjöfum. Þeir unnu fyrir þessum sigri og ég held að það hljóti að vera umhugsunarefni fyrir FH að við erum búnir að spila tvo úrslitaleiki og tapa þeim báðum,“ bætti Heimir við og átti þá við leikinn í kvöld og leikinn gegn Dundalk í Evrópukeppninni. FH var töluvert meira með boltann í leiknum en gekk illa að opna sterka vörn Eyjamanna. „Við nýttum ekki vængina nógu vel. Boltinn gekk alltof hægt og við spiluðum einfaldlega ekki vel í þessum leik.“ Heimir talaði um það fyrir skömmu að það væri heill gámur að leikmönnum á leiðinni til að styrkja FH. Þeir hafa nælt sér í einn leikmann og spurning hvort fleiri séu á leiðinni? „Nei, það stendur ekki til. En miðað við þennan leik þá held ég að það væri örugglega þörf á því,“ sagði Heimir Guðjónsson að lokum. Jón: Ólýsanleg tilfinningÚr leik ÍBV fyrr í sumar.vísir/valliJón Ingason átti frábæran leik fyrir ÍBV gegn FH í kvöld. Hann hóf leik í vinstri bakverði en færði sig yfir í miðvörðinn eftir að fyrirliðinn Avni Pepa fór útaf meiddur. „Það erfitt að koma því í orð hvernig manni líður eftir þennan leik. Þetta er búið að vera langur vegur að Wembley, eins og við köllum það, á Laugardalsvöllinn. Við eru búnir að vinna hart að þessu og fara erfiða leið. Þetta er allt að skila sér núna og þetta er ólýsanleg tilfinning,“ sagði Jón í samtali við Vísi eftir leik. „Það gekk vel að færa sig yfir í miðvörðinn. Í gegnum yngri flokkana hef ég spilað þessa stöðu og þekki það svo sem út og inn. Það er kannski liðið langt síðan síðast en það var fljótt að rifjast upp. Mér fannst það ganga ágætlega í dag og er sáttur með mína frammistöðu og að sjálfsögðu frammistöðu liðsins í dag,“ bætti Jón við. Hinn 17 ára Felix Örn Friðriksson kom inn í vinstri bakvörðinn þegar Jón færði sig í miðvörðinn. Jón hrósaði hinum efnilega leikmanni í hástert. „Hann var frábær. Hann hefur margsannað það á æfingum og þegar hann hefur fengið tækifæri í leikjum að hann er klárlega tilbúinn í verkefnið. Hann margsannaði það í dag og er frábær vinstri bakvörður sem á framtíðina fyrir sér. Gaman að fá svona góða leikmenn úr yngri flokka starfinu hér í Eyjum.“ Framundan er úrslitaleikur við Valsmenn þann 13.ágúst en þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2000 sem Eyjamenn komast í úrslit bikarkeppninnar. „Eins og ég segi þá erum við búnir að fara erfiða leið og slá út sterk úrvalsdeildarlið. Það er ekkert sem segir mér annað en að við getum unnið Val, sama hvort það er á Laugardalsvelli eða einhvers staðar annars staðar,“ sagði Jón brosandi að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
ÍBV er komið í úrslit Borgunarbikarsins eftir 1-0 sigur á Íslandsmeisturum FH á Hásteinsvelli í kvöld. Simon Smidt skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu með góðu skoti eftir að hafa leikið skemmtilega á Kassim Doumbia. Eyjamenn vörðu forystuna með kjafti og klóm í seinni hálfleik og lönduðu sigrinum. ÍBV mætir Val í bikarúrslitaleiknum 13. ágúst næstkomandi.Af hverju vann ÍBV?Líkt og Heimir Guðjónsson þjálfari FH sagði eftir leik þá vildu Eyjamenn þetta einfaldlega meira. Eftir vandræði í upphafi leiks og framan af fyrri hálfleik þá komust Eyjamenn betur og betur inn í leikinn og markið gaf þeim sjálfstraust. Þá voru varnarmenn FH steinsofandi og Danirnir Mikkel Jakobsen og Simon Smidt nýttu sér það vel þegar þeir voru snöggir að taka aukaspyrnu. FH-ingar voru hugmyndasnauðir í sóknarleiknum og boltinn gekk hægt á milli. Þeim gekk bölvanlega að skapa sér færi og besta færi þeirra kom í raun strax á 2.mínútu þegar Eyjamenn björguðu á síðustu stundu fyrirgjöf frá Kristjáni Flóka. Derby Carillo markvörður ÍBV varði svo vel í einu færi í lokin og þar með eru færi FH nánast upptalin. Ótrúlegt miðað við að ÍBV þurfti að gera breytingar á vörn sinni eftir einungis 12 mínútur.Hverjir stóðu upp úr?Varnarleikur ÍBV var til fyrirmyndar og Hafsteinn Briem og Jón Ingason, sem færði sig í miðvörðinn þegar Avni Pepa meiddist, mynduðu saman Heimaklett fyrir framan Derby Carillo í markinu. Derby hefur sýnt skrautlega takta á köflum í sumar en átti afbragðs leik í dag. Þá verður að minnast á Felix Örn Friðriksson. Peyjinn er einunigs 17 ára gamall og kom inn í þennan stórleik á 12.mínútu. Hann steig vart feilsport og greinilegt að þar er efnilegur leikmaður á ferð. Pablo Punyed var einnig sterkur á miðju heimamanna og Elvar Ingi duglegur í framlínunni. Það er í raun erfitt að taka einhvern leikmann FH út fyrir góðan leik. Þórarinn Ingi var ógnandi í byrjun en sást varla eftir að hann var færður í bakvörðinn. Hafnfirðingar voru einfaldlega langt frá sínu besta í dag.Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH gekk bölvanlega. Þeir voru töluvert meira með boltann en sóknarleikurinn var hægur og hugmyndasnauður. Fyrirgjafir þeirra enduðu oftast hjá Derby í markinu eða þá að Eyjamenn náðu að hreinsa. Sofandiháttur FH kostaði þá mark. Þeir voru ekki vakandi þegar Eyjamenn tóku aukaspyrnu hratt og Mikkel Jakobsen nýtti sér það með góðri sendingu á landa sinn Simon Smidt sem skoraði. Svona einbeitingarleysi hjá jafn reynslumiklu liði og FH er óvanalegt að sjá og hlýtur að valda Heimi Guðjónssyni heilabrotum. Heimir talaði um að liðið væri nú búið að tapa tveimur úrslitaleikjum í röð og átti þá við leikinn í dag sem og leikinn gegn Dundalk í Evrópukeppni. Svekkjandi fyrir FH sem þurfa að leggja allt sitt í Pepsi-deildina það sem eftir er sumars.Hvað gerist næst?Eyjamenn eru komnir í úrslitaleik Borgunarbikarsins þar sem þeir mæta Valsmönnum. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem Eyjamenn spila í bikarúrslitum og því stór áfangi fyrir þá. Nú verður það áskorun fyrir Bjarna Jóhannsson þjálfara liðsins að stilla strengina hjá sínu liði í deildinni sömuleiðis en þar eru þeir stutt frá fallbaráttunni. Hjá FH er lítið framundan nema leikir í Pepsi-deildinni. Þeir eiga næst leik gegn sjóðandi heitum Skagamönnum og þurfa heldur betur að rífa sig í gang ætli þeir sér sigur þar. Bjarni: Þýðir ekkert að vera með hausinn í jörðinni í DalnumBjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.Vísir/AntonBjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV var vitaskuld ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins. „Þetta er frábært, alveg meiriháttur. Stuðningurinn hér, sólin og Dalurinn þetta hjálpast allt að. Það var frábær stemmning og sérstaklega í liðinu í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni sigurreifur í samtali við Vísi að leik loknum. ÍBV þurfti að gera breytingu á sínu liði strax eftir rúmar tíu mínútur þegar varnarmaðurinn og fyrirliðinn Avni Pepa meiddist. „Það gekk ótrúlega vel og kom mjög á óvart hvað við vorum vel spilandi til baka. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfeik með ákveðna hluti en fáum svo markið sem hleypir þessu í svolítið annan leik. Svo var frábær dugnaður og áræðni í seinni hálfleik sem skóp það að við héldum þessu marki,“ bætti Bjarni við. Nú er Þjóðhátíð framundan og ekki annað hægt að segja en að hún hafi byrjað fyrir Eyjamenn á Hásteinsvelli í kvöld. „Það verður aðeins að leyfa sér smá og leyfa drengjunum aðeins að fíla þetta. En þeir vita alveg hvað er í vændum á næstu dögum. Það þýðir ekkert að vera með hausinn í jörðinni í Dalnum, menn verða að vera glaðir þar.“ Úrslitaleikur ÍBV og Vals fer fram á Laugardalsvelli þann 13.ágúst. Bjarni var spenntur fyrir þeim leik. „Hann leggst vel í mig. Þetta er búin að vera svakaleg leið í þennan úrslitaleik. Við erum búnir að slá út Stjörnuna og Breiðablik á útivelli og fengum sannarlega að hafa fyrir því í fyrsta leik gegn Hugin hér á heimavelli. Þetta er leið í erfiðari kantinum en þú verður stundum að fara þessa leið,“ sagði Bjarni Jóhannsson að lokum. Heimir: Við vorum ekki tilbúnirHeimir Guðjónsson þjálfari FH.Heimir Guðjónsson þjálfari FH var niðurlútur eftir tapið gegn ÍBV og verulega ósáttur með leik sinna manna. „Þetta var fyllilega sanngjarn sigur. Þeir vildu þetta miklu meira og voru mættir í stríð á meðan við vorum ekki tilbúnir. Mér fannst þeir töluvert sterkari en við í þessum leik. Við byrjuðum ágætlega en svo fjaraði undan þessu. Við fengum á okkur mark og þá tók við skipulagt „kaos“ og það hefði getað verið 2-0 í hálfleik,“ sagði Heimir í samtali við Vísi að leik loknum. „Við náðum ekki að opna þá og komum ekki með nóg af fyrirgjöfum. Þeir unnu fyrir þessum sigri og ég held að það hljóti að vera umhugsunarefni fyrir FH að við erum búnir að spila tvo úrslitaleiki og tapa þeim báðum,“ bætti Heimir við og átti þá við leikinn í kvöld og leikinn gegn Dundalk í Evrópukeppninni. FH var töluvert meira með boltann í leiknum en gekk illa að opna sterka vörn Eyjamanna. „Við nýttum ekki vængina nógu vel. Boltinn gekk alltof hægt og við spiluðum einfaldlega ekki vel í þessum leik.“ Heimir talaði um það fyrir skömmu að það væri heill gámur að leikmönnum á leiðinni til að styrkja FH. Þeir hafa nælt sér í einn leikmann og spurning hvort fleiri séu á leiðinni? „Nei, það stendur ekki til. En miðað við þennan leik þá held ég að það væri örugglega þörf á því,“ sagði Heimir Guðjónsson að lokum. Jón: Ólýsanleg tilfinningÚr leik ÍBV fyrr í sumar.vísir/valliJón Ingason átti frábæran leik fyrir ÍBV gegn FH í kvöld. Hann hóf leik í vinstri bakverði en færði sig yfir í miðvörðinn eftir að fyrirliðinn Avni Pepa fór útaf meiddur. „Það erfitt að koma því í orð hvernig manni líður eftir þennan leik. Þetta er búið að vera langur vegur að Wembley, eins og við köllum það, á Laugardalsvöllinn. Við eru búnir að vinna hart að þessu og fara erfiða leið. Þetta er allt að skila sér núna og þetta er ólýsanleg tilfinning,“ sagði Jón í samtali við Vísi eftir leik. „Það gekk vel að færa sig yfir í miðvörðinn. Í gegnum yngri flokkana hef ég spilað þessa stöðu og þekki það svo sem út og inn. Það er kannski liðið langt síðan síðast en það var fljótt að rifjast upp. Mér fannst það ganga ágætlega í dag og er sáttur með mína frammistöðu og að sjálfsögðu frammistöðu liðsins í dag,“ bætti Jón við. Hinn 17 ára Felix Örn Friðriksson kom inn í vinstri bakvörðinn þegar Jón færði sig í miðvörðinn. Jón hrósaði hinum efnilega leikmanni í hástert. „Hann var frábær. Hann hefur margsannað það á æfingum og þegar hann hefur fengið tækifæri í leikjum að hann er klárlega tilbúinn í verkefnið. Hann margsannaði það í dag og er frábær vinstri bakvörður sem á framtíðina fyrir sér. Gaman að fá svona góða leikmenn úr yngri flokka starfinu hér í Eyjum.“ Framundan er úrslitaleikur við Valsmenn þann 13.ágúst en þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2000 sem Eyjamenn komast í úrslit bikarkeppninnar. „Eins og ég segi þá erum við búnir að fara erfiða leið og slá út sterk úrvalsdeildarlið. Það er ekkert sem segir mér annað en að við getum unnið Val, sama hvort það er á Laugardalsvelli eða einhvers staðar annars staðar,“ sagði Jón brosandi að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti