Erlent

Stór jarðskjálfti í Japan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íbúar safnast saman í miðbæ Kyushu eftir að skjálftinn reið yfir.
Íbúar safnast saman í miðbæ Kyushu eftir að skjálftinn reið yfir. Vísir/AFP
Stór jarðskálfti varð á eyjunni Kyushu, austur af borginni Kumamoto, klukkan hálf eitt að íslenskum tíma í dag, klukkan hálf tíu að kvöldi til að staðartíma. Fyrstu mælingar segja að skjálftinn hafi verið um 6,4 að stærð.

Engar upplýsingar liggja fyrir um mannfall en ekki er útilokað að fólk sé innilokað í húsum sínum. Kjarnorkuverin í Sendai og Genkai starfa samkvæmt áætlun.

Jarðskjálftinn varð á um 10 kílómetra dýpi og honum fylgdi eftirskjálfti um fjörutíu mínútum síðar, 5,7 stig að stærð.

Skjálfti af stærð 9 reið yfir norðaustur Japan í mars árið 2011 og fylgdu flóðbylgjur í kjölfarið. Yfir 18 þúsund manns fórust eða týndust og kjarnorkuverið í Fukushima varð óstarfhæft.

Nánar á vef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×