Lífið

Íslenskar aðferðir til eftirbreytni í leikskólum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Stuðningur íslenskra leikskóla hefur verið frábær frá byrjun og er kjarninn í þessu starfi. Gestirnir flakka milli þeirra og viða að sér þekkingu,“ segir Bryndís.
"Stuðningur íslenskra leikskóla hefur verið frábær frá byrjun og er kjarninn í þessu starfi. Gestirnir flakka milli þeirra og viða að sér þekkingu,“ segir Bryndís. Vísir/Vilhelm
Það verður einkum fjallað um áhrif þess að börn fái að læra á lífið í gegnum leik og tengsl við náttúruna,“ segir Bryndís Hreiðarsdóttir mastersnemi og ein þeirra sem heldur utan um málþing í Hannesarholti í dag milli 16.30 og 18.30 á vegum International Play Iceland.

Fyrirlesarar á málþinginu eru Janet Lansbury uppeldisráðgjafi, Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri og Tom Shea, leikskólastjóri í Bretlandi og meðstofnandi Play Iceland ásamt Huldu Hreiðarsdóttur. Hulda varð bráðkvödd í júní 2015 og systur hennar, Bryndís og Helga, halda uppi merkinu.

Einnig koma fram í Hannesarholti þau Linda Mjöll Stefánsdóttir og Daníel Hjörtur sem reka hönnunarfyrirtækið Krukku.

Þetta er fjórða ráðstefnan hér á landi á vegum Play Iceland. Sú fyrsta var 2013.

„Tom Shea sér tækifæri í að koma með erlenda leikskólakennara hingað og sýna þeim hvernig íslensk börn læra á náttúrulegan hátt með því að leika sér úti. Líka hvernig þau þjálfast í samskiptum og lýðræðislegri hugsun og ákvarðanatöku.

Leikskólastjórar sem hafa komið hingað á vegum Play Iceland undanfarin ár hafa gert breytingar í sínu starfi, breytingar sem þeim hafði aldrei dottið í hug að gengju upp, eins og að leyfa börnum að skammta sér sjálf á diskana og borða sjálf.“

Bryndís segir aðferðir íslensku leikskólanna ekki séríslenskar, heldur víða við lýði á Norðurlöndunum. En í Bretlandi og víðar í enskumælandi heimi hafi markaðshyggjan tekið yfir í áherslum leikskólanna og aukinn þrýstingur sé á að börn læri snemma að lesa, skrifa og reikna. Það sé mikið áhyggjuefni hjá Tom Shea.   Börn fái ekki lengur rými til að þroskast með því að nota skynfærin, vera úti í náttúrunni og tengjast öðrum í frjálsum leik sem þeim sé eðlislægt.



Leikir úti í náttúrunni eru hollir ungdómnum. Fréttablaðið/Stefán
„Við höfum, sem betur fer, ekki enn farið út í að taka upp bóklegt nám hjá þriggja og fjögurra ára börnum,“ bendir hún á.

Sex leikskólar opna dyr sínar þetta árið fyrir erlendum gestum ráðstefnunnar og bjóða þeim að taka þátt í starfinu. Fyrir það er Bryndís afar þakklát.

„Stuðningur íslenskra leikskóla hefur verið frábær frá byrjun og er kjarninn í þessu starfi. Gestirnir flakka milli og viða að sér þekkingu. Íslenskir leikskólakennarar eiga heiður skilinn fyrir að deila kunnáttu sinni með þeim.“

Play Iceland er nú orðið að alþjóðlegri hreyfingu. „Fólk sem hefur komið hingað frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu á undanförnum árum ár að kynna sér stefnu íslenskra leikskóla ætlar að útbreiða boðskapinn í sínum heimalöndum með sambærilegum ráðstefnum,“ segir Bryndís.

„Við höfum, sem betur fer, ekki enn farið út í að taka upp bóklegt nám hjá þriggja og fjögurra ára börnum,“ bendir hún á.

Sex leikskólar opna dyr sínar þetta árið fyrir erlendum gestum ráðstefnunnar og bjóða þeim að taka þátt í starfinu. Fyrir það er Bryndís afar þakklát.

„Stuðningur íslenskra leikskóla hefur verið frábær frá byrjun og er kjarninn í þessu starfi. Gestirnir flakka milli og viða að sér þekkingu. Íslenskir leikskólakennarar eiga heiður skilinn fyrir að deila kunnáttu sinni með þeim.“

Play Iceland er nú orðið að alþjóðlegri hreyfingu. „Fólk sem hefur komið hingað frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu á undanförnum árum að kynna sér stefnu íslenskra leikskóla ætlar að útbreiða boðskapinn í sínum heimalöndum með sambærilegum ráðstefnum,“ segir Bryndís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×