Konur versla tvöfalt oftar í fataverslunum Sæunn Gísladóttir skrifar 14. apríl 2016 05:00 Konur eyða meira í fatnað ár hvert en karlar, þær versla tvöfalt oftar í fatabúðum en karlar. Karlmenn eyða hins vegar að meðaltali hærri fjárhæð þegar þeir versla. Þetta sýna tölulegar upplýsingar frá Meniga sem ná til tuttugu þúsund Íslendinga. Konur eyða að meðaltali árlega 238 þúsund krónum í fatnað en karlar eyða 154 þúsund krónum. Á hverjum mánuði eyða konur tæplega 20 þúsund krónum í föt, en karlar eyða tæpum 13 þúsund krónum.Þessi munur á fjárhæðum skýrist meðal annars af því að konur kaupa sér að meðaltali 25,3 sinnum á ári fatnað og fylgihluti, en karlar gera það einungis 12,8 sinnum. Hjá konum líða að meðaltali sautján dagar á milli kaupa, en hjá körlum líður rúmur mánuður eða 41 dagur. Við greiningu talnanna ber þó að hafa í huga að mögulega eru konur að kaupa líka barnaföt, gjafir eða jafnvel föt á maka sinn. Þetta þýðir ekki endilega að þær séu að kaupa föt á sig. Stærstu mánuðirnir í Meniga hagkerfinu fyrir fatnað og fylgihluti eru desember og janúar, bæði síðasta vetur og árið áður. Vinsælasta fatabúð sem Íslendingar versluðu við á síðustu þremur mánuðum (janúar til mars 2016) var H&M. Af topp tíu vinsælustu fataverslununum átti H&M 17,7 prósenta markaðshlutdeild. Það er áhugavert í ljósi þess að H&M verslun er ekki að finna á Íslandi. Á hæla H&M kemur Lindex með 17 prósenta markaðshlutdeild og svo Zara með 12,7 prósent. Herragarðurinn og Dressmann eru vinsælustu herrafataverslanirnar en Herragarðurinn átti 11,8 prósent af heildarmarkaðshlutdeild, Dressmann 6,4 prósent og Hugo Boss var með 4,9 prósenta hlutdeild. Úrvinnsla Meniga byggir á tölfræðilegum samantektum sem aldrei eru persónugreinanlegar. Meniga greinir ekki eftir heimilum, heldur meðaltalsnotkun einstaklinga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Konur eyða meira í fatnað ár hvert en karlar, þær versla tvöfalt oftar í fatabúðum en karlar. Karlmenn eyða hins vegar að meðaltali hærri fjárhæð þegar þeir versla. Þetta sýna tölulegar upplýsingar frá Meniga sem ná til tuttugu þúsund Íslendinga. Konur eyða að meðaltali árlega 238 þúsund krónum í fatnað en karlar eyða 154 þúsund krónum. Á hverjum mánuði eyða konur tæplega 20 þúsund krónum í föt, en karlar eyða tæpum 13 þúsund krónum.Þessi munur á fjárhæðum skýrist meðal annars af því að konur kaupa sér að meðaltali 25,3 sinnum á ári fatnað og fylgihluti, en karlar gera það einungis 12,8 sinnum. Hjá konum líða að meðaltali sautján dagar á milli kaupa, en hjá körlum líður rúmur mánuður eða 41 dagur. Við greiningu talnanna ber þó að hafa í huga að mögulega eru konur að kaupa líka barnaföt, gjafir eða jafnvel föt á maka sinn. Þetta þýðir ekki endilega að þær séu að kaupa föt á sig. Stærstu mánuðirnir í Meniga hagkerfinu fyrir fatnað og fylgihluti eru desember og janúar, bæði síðasta vetur og árið áður. Vinsælasta fatabúð sem Íslendingar versluðu við á síðustu þremur mánuðum (janúar til mars 2016) var H&M. Af topp tíu vinsælustu fataverslununum átti H&M 17,7 prósenta markaðshlutdeild. Það er áhugavert í ljósi þess að H&M verslun er ekki að finna á Íslandi. Á hæla H&M kemur Lindex með 17 prósenta markaðshlutdeild og svo Zara með 12,7 prósent. Herragarðurinn og Dressmann eru vinsælustu herrafataverslanirnar en Herragarðurinn átti 11,8 prósent af heildarmarkaðshlutdeild, Dressmann 6,4 prósent og Hugo Boss var með 4,9 prósenta hlutdeild. Úrvinnsla Meniga byggir á tölfræðilegum samantektum sem aldrei eru persónugreinanlegar. Meniga greinir ekki eftir heimilum, heldur meðaltalsnotkun einstaklinga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira