Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Snærós Sindradóttir skrifar 2. desember 2016 06:00 Ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði þegar lögreglan handtók bílstjóra bifreiðar sem reyndi að flýja af vettvangi grunaður um frelsissviptingu í Fellsmúla um tvö leytið í gærdag. Um kvöldmatarleytið í gær var lögregla enn að leita að pari, búsettu í íbúðinni, þar sem frelsissviptingin á að hafa átt sér stað. Þolandinn slapp án alvarlegra áverka. Vísir/GVA Lögregla handtók tvo og hóf leit að pari í kjölfar þess að hafa leyst karlmann úr haldi í íbúð við Fellsmúla 9 í gær, en maðurinn hafði að eigin sögn verið frelsissviptur þar og misþyrmt í tvo sólarhringa. Mikill titringur var í undirheimum Reykjavíkur í gær vegna málsins en sú saga gekk fjöllum hærra að málinu tengdist maður sem er nýkominn til landsins, grunaður um umfangsmikil fíkniefnaviðskipti í Paragvæ. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Fréttablaðið ekkert benda til þess í rannsókn málsins að maðurinn tengist frelsissviptingunni á nokkurn hátt.Sjá einnig: Konan gaf sig framLögreglan stöðvaði för rauða jeppans með því að keyra í veg fyrir bílinn í tilraun bílstjórans til að flýja af vettvangi. Þá hafði bílnum að því er virðist verið ekið sem leið lá eftir göngustíg til þess að ökumaðurinn, sem er 33 ára, kæmist undan laganna vörðum. Fréttablaðið/GVALjósmyndari Fréttablaðsins vitni að atburðarásinni Málið var tilkynnt til lögreglu á öðrum tímanum í gær og fóru strax að minnsta kosti átta lögreglubílar á svæðið. Ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið um Háaleitisbraut á sama tíma og sá hvar þrír lögreglubílar stöðvuðu för dökkrauðs jeppa sem kom á miklum hraða út innkeyrslu við götuna. Svo virðist sem bíllinn hafi keyrt sem leið lá frá Fellsmúla, um göngustíg sem liggur á milli húsanna, í tilraun til að flýja af vettvangi. Ökumaður bílsins var handtekinn umsvifalaust.Maðurinn sem mátti þola frelsissviptinguna gekk sjálfur út úr blokkinni með minniháttar áverka en einungis íkæddur nærbuxum. Hann hlaut aðhlynningu á sjúkrahúsi. Fréttablaðið/GVALjósmyndari Fréttablaðsins fylgdi lögreglubíl áfram að Fellsmúla þar sem fleiri lögreglubílar og sjúkrabílar voru. Sjúkraflutningamenn leiddu þar manninn sem hafði mátt þola frelsissviptinguna út í sjúkrabíl á nærfötum einum klæða. Sjáanlegir áverkar á manninum voru litlir. Sagðist hafa verið barinn og brenndur Ljósmyndari blaðsins varð var við mann fyrir utan sem lýsti atburðum þannig að maðurinn hefði verið bundinn og mátt þola barsmíðar og að vera brenndur. Sá maður var svo tekinn til hliðar af lögreglu og látinn gefa skýrslu um málið. Lögregla hóf umsvifalaust rannsókn á málinu og rannsakaði meðal annars vettvanginn. Þá hefur komið fram að maðurinn hafi sloppið frá kvölurum sínum með því að klifra á milli svala á efstu hæð hússins, yfir í næsta stigagang að Fellsmúla 11 og þaðan niður á þriðju hæð hússins. Þar var kona ein heima og gat hleypt manninum inn og hringt á lögreglu.Íbúðin þar sem sagt er að manninum hafi verið haldið er á fjórðu hæð með svalir efst til hægri á þessari mynd. Maðurinn klifraði yfir næstu svalir og á svalirnar næstlengst til vinstri. Þar kom enginn til dyra svo maðurinn klifraði niður á svalirnar á þriðju hæð í stigaganginum við hliðina þar sem honum var hleypt inn. Fréttablaðið/EyþórTveggja sólahringa frelsissvipting? Þegar Fréttablaðið ræddi við lögreglu undir kvöld í gær stóð enn yfir leit að pari sem er búsett í íbúðinni. Leitað var að 26 ára karlmanni og 22 ára konu en parið er búsett í íbúðinni þar sem frelsissviptingin á að hafa átt sér stað. Þau voru ekki á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Eftir því sem komist verður næst hafa þau ekki hlotið refsidóma. Fréttablaðið ræddi jafnframt við nágranna parsins sem sagði að þau hefðu flutt inn fyrir nokkrum mánuðum síðan og lítið ónæði hefði verið af þeim, hvorki hefði verið óeðlilega mikið um skemmtanahald né læti. Þeir nágrannar sem Fréttablaðið ræddi við könnuðust ekki við að hafa heyrt læti og háreysti í tengslum við frelsissviptinguna en eins og áður segir segir þolandi að hún hafi staðið yfir í tvo sólarhringa. Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Lögregla handtók tvo og hóf leit að pari í kjölfar þess að hafa leyst karlmann úr haldi í íbúð við Fellsmúla 9 í gær, en maðurinn hafði að eigin sögn verið frelsissviptur þar og misþyrmt í tvo sólarhringa. Mikill titringur var í undirheimum Reykjavíkur í gær vegna málsins en sú saga gekk fjöllum hærra að málinu tengdist maður sem er nýkominn til landsins, grunaður um umfangsmikil fíkniefnaviðskipti í Paragvæ. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Fréttablaðið ekkert benda til þess í rannsókn málsins að maðurinn tengist frelsissviptingunni á nokkurn hátt.Sjá einnig: Konan gaf sig framLögreglan stöðvaði för rauða jeppans með því að keyra í veg fyrir bílinn í tilraun bílstjórans til að flýja af vettvangi. Þá hafði bílnum að því er virðist verið ekið sem leið lá eftir göngustíg til þess að ökumaðurinn, sem er 33 ára, kæmist undan laganna vörðum. Fréttablaðið/GVALjósmyndari Fréttablaðsins vitni að atburðarásinni Málið var tilkynnt til lögreglu á öðrum tímanum í gær og fóru strax að minnsta kosti átta lögreglubílar á svæðið. Ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið um Háaleitisbraut á sama tíma og sá hvar þrír lögreglubílar stöðvuðu för dökkrauðs jeppa sem kom á miklum hraða út innkeyrslu við götuna. Svo virðist sem bíllinn hafi keyrt sem leið lá frá Fellsmúla, um göngustíg sem liggur á milli húsanna, í tilraun til að flýja af vettvangi. Ökumaður bílsins var handtekinn umsvifalaust.Maðurinn sem mátti þola frelsissviptinguna gekk sjálfur út úr blokkinni með minniháttar áverka en einungis íkæddur nærbuxum. Hann hlaut aðhlynningu á sjúkrahúsi. Fréttablaðið/GVALjósmyndari Fréttablaðsins fylgdi lögreglubíl áfram að Fellsmúla þar sem fleiri lögreglubílar og sjúkrabílar voru. Sjúkraflutningamenn leiddu þar manninn sem hafði mátt þola frelsissviptinguna út í sjúkrabíl á nærfötum einum klæða. Sjáanlegir áverkar á manninum voru litlir. Sagðist hafa verið barinn og brenndur Ljósmyndari blaðsins varð var við mann fyrir utan sem lýsti atburðum þannig að maðurinn hefði verið bundinn og mátt þola barsmíðar og að vera brenndur. Sá maður var svo tekinn til hliðar af lögreglu og látinn gefa skýrslu um málið. Lögregla hóf umsvifalaust rannsókn á málinu og rannsakaði meðal annars vettvanginn. Þá hefur komið fram að maðurinn hafi sloppið frá kvölurum sínum með því að klifra á milli svala á efstu hæð hússins, yfir í næsta stigagang að Fellsmúla 11 og þaðan niður á þriðju hæð hússins. Þar var kona ein heima og gat hleypt manninum inn og hringt á lögreglu.Íbúðin þar sem sagt er að manninum hafi verið haldið er á fjórðu hæð með svalir efst til hægri á þessari mynd. Maðurinn klifraði yfir næstu svalir og á svalirnar næstlengst til vinstri. Þar kom enginn til dyra svo maðurinn klifraði niður á svalirnar á þriðju hæð í stigaganginum við hliðina þar sem honum var hleypt inn. Fréttablaðið/EyþórTveggja sólahringa frelsissvipting? Þegar Fréttablaðið ræddi við lögreglu undir kvöld í gær stóð enn yfir leit að pari sem er búsett í íbúðinni. Leitað var að 26 ára karlmanni og 22 ára konu en parið er búsett í íbúðinni þar sem frelsissviptingin á að hafa átt sér stað. Þau voru ekki á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Eftir því sem komist verður næst hafa þau ekki hlotið refsidóma. Fréttablaðið ræddi jafnframt við nágranna parsins sem sagði að þau hefðu flutt inn fyrir nokkrum mánuðum síðan og lítið ónæði hefði verið af þeim, hvorki hefði verið óeðlilega mikið um skemmtanahald né læti. Þeir nágrannar sem Fréttablaðið ræddi við könnuðust ekki við að hafa heyrt læti og háreysti í tengslum við frelsissviptinguna en eins og áður segir segir þolandi að hún hafi staðið yfir í tvo sólarhringa.
Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira