Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2016 16:31 Sigmundur Davíð, Frosti Sigurjónsson, Brynhildur Pétursdóttir og Björn Valur Gíslason. vísir Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. Anna Sigurlaug, betur þekkt sem Anna Stella, greindi frá félaginu á Facebook-síðu sinni í vikunni. Síðan kom í ljós að félagið hefði lýst kröfum í slitabú bankanna en ekki liggur fyrir hversu mikið fékkst upp í þær. Í frétt Kjarnans í dag eru leiddar líkur að því að félagið geti búist því að fá rúmar 120 milljónir króna frá slitabúunum, en til að hægt væri að ljúka slitum búanna greiddu þau stöðugleikaframlag í ríkissjóð. Samkvæmt því sem fram kemur í frétt Kjarnans hagnaðist félag Önnu Stellu á því að búunum var gert kleift að greiða stöðugleikaframlag í stað þess að lagður var á þau stöðugleikaskattur og vakna því spurningar um hugsanleg hagsmunatengsl forsætisráðherra í því ferli sem sneri að uppgjöri slitabúanna.Vildu að Sigmundur svaraði fyrir málið áður en þingið færi í páskafrí Á þingi í dag mælti Sigmundur Davíð fyrir frumvarpi um menningarminjar en eftir um klukkutíma langar umræður kvöddu þingmenn stjórnarandstöðunnar sér hljóðs og óskuðu eftir því að forsætisráðherra myndi svara fyrir málið en eftir fund Alþingis í dag fer það í tveggja vikna páskafrí. Sigmundur hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla um málið og ekki tjáð sig með öðrum hætti um það en með færslu á vefsíðu sinni í dag. „Það er í rauninni óeðlilegt að við höfum í rauninni ekki með neinum hætti rætt þetta hér við sjálfan hæstvirtan forsætisráðherra og hefði verið mjög einboðið að hann hefði verið hér í óundirbúnum fyrirspurnum í gær,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Björn Valur Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, sagði kröfu þingmanna ósköp einfalda og sanngjarna. „Að forsætisráðherra komi hér í þingsal og geri þinginu og þá þjóðinni í leiðinni grein fyrir aðkomu sinni að erlendu peningafélagi geymdu í skattaskjóli í útlöndum og hagsmunatengslum sínum því tengdum,“ sagði Björn Valur og bætti síðar við: „Hér eru engar ásakanir á ferð heldur verið að óska eftir því og gefa forsætisráðherra þá sanngjörnu málaleitan að hann komi hér upp í ræðustólinn og ræði þetta við þingið.“Sagði að lágkúran gæti vart verið meiri Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kom formanni sínum til varnar: „Undanfarna daga hafa nokkrir þingmenn reynt að gera eignir maka forsætisráðherra tortryggilegar í þeirri von að grafa undan trausti á pólitískum mótherja. Lágkúran gæti vart verið meiri og ýjar að því að hér sé ólöglegt að eiga eignir erlendis. Það er bara alveg löglegt. Það er líka fullkomlega löglegt að eiga eignir í erlendum aflandseyjum, Bresku Jómfrúareyjunum ef því er að skipta,“ sagði Frosti. Þá sagði hann liggja fyrir hvernig eignirnar væru til komnar og að allir skattar hafi verið greiddir af þeim og það væri það sem skipti máli. „Meðal eigna makans voru skuldabréf á föllnu bankana. Þingmenn lágkúrunnar gerðu engan greinarmun á þeim eignum og þeim sem áttu slík skuldabréf og töpuðu þeim að mestu og þeim hrægömmum sem keyptu sér kröfur á hrakvirði til að græða. Þetta var lagt að jöfnu en það er ekkert líkt með því.“ Skemmst er frá því að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu orð Frosta um „þingmenn lágkúrunnar“ en ekki var gert hlé á umræðunni um frumvarp um menningarminjar svo Sigmundur Davíð gæti svarað fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra í tengslum við aflandsfélagið. Alþingi Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. Anna Sigurlaug, betur þekkt sem Anna Stella, greindi frá félaginu á Facebook-síðu sinni í vikunni. Síðan kom í ljós að félagið hefði lýst kröfum í slitabú bankanna en ekki liggur fyrir hversu mikið fékkst upp í þær. Í frétt Kjarnans í dag eru leiddar líkur að því að félagið geti búist því að fá rúmar 120 milljónir króna frá slitabúunum, en til að hægt væri að ljúka slitum búanna greiddu þau stöðugleikaframlag í ríkissjóð. Samkvæmt því sem fram kemur í frétt Kjarnans hagnaðist félag Önnu Stellu á því að búunum var gert kleift að greiða stöðugleikaframlag í stað þess að lagður var á þau stöðugleikaskattur og vakna því spurningar um hugsanleg hagsmunatengsl forsætisráðherra í því ferli sem sneri að uppgjöri slitabúanna.Vildu að Sigmundur svaraði fyrir málið áður en þingið færi í páskafrí Á þingi í dag mælti Sigmundur Davíð fyrir frumvarpi um menningarminjar en eftir um klukkutíma langar umræður kvöddu þingmenn stjórnarandstöðunnar sér hljóðs og óskuðu eftir því að forsætisráðherra myndi svara fyrir málið en eftir fund Alþingis í dag fer það í tveggja vikna páskafrí. Sigmundur hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla um málið og ekki tjáð sig með öðrum hætti um það en með færslu á vefsíðu sinni í dag. „Það er í rauninni óeðlilegt að við höfum í rauninni ekki með neinum hætti rætt þetta hér við sjálfan hæstvirtan forsætisráðherra og hefði verið mjög einboðið að hann hefði verið hér í óundirbúnum fyrirspurnum í gær,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Björn Valur Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, sagði kröfu þingmanna ósköp einfalda og sanngjarna. „Að forsætisráðherra komi hér í þingsal og geri þinginu og þá þjóðinni í leiðinni grein fyrir aðkomu sinni að erlendu peningafélagi geymdu í skattaskjóli í útlöndum og hagsmunatengslum sínum því tengdum,“ sagði Björn Valur og bætti síðar við: „Hér eru engar ásakanir á ferð heldur verið að óska eftir því og gefa forsætisráðherra þá sanngjörnu málaleitan að hann komi hér upp í ræðustólinn og ræði þetta við þingið.“Sagði að lágkúran gæti vart verið meiri Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kom formanni sínum til varnar: „Undanfarna daga hafa nokkrir þingmenn reynt að gera eignir maka forsætisráðherra tortryggilegar í þeirri von að grafa undan trausti á pólitískum mótherja. Lágkúran gæti vart verið meiri og ýjar að því að hér sé ólöglegt að eiga eignir erlendis. Það er bara alveg löglegt. Það er líka fullkomlega löglegt að eiga eignir í erlendum aflandseyjum, Bresku Jómfrúareyjunum ef því er að skipta,“ sagði Frosti. Þá sagði hann liggja fyrir hvernig eignirnar væru til komnar og að allir skattar hafi verið greiddir af þeim og það væri það sem skipti máli. „Meðal eigna makans voru skuldabréf á föllnu bankana. Þingmenn lágkúrunnar gerðu engan greinarmun á þeim eignum og þeim sem áttu slík skuldabréf og töpuðu þeim að mestu og þeim hrægömmum sem keyptu sér kröfur á hrakvirði til að græða. Þetta var lagt að jöfnu en það er ekkert líkt með því.“ Skemmst er frá því að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu orð Frosta um „þingmenn lágkúrunnar“ en ekki var gert hlé á umræðunni um frumvarp um menningarminjar svo Sigmundur Davíð gæti svarað fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra í tengslum við aflandsfélagið.
Alþingi Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48