Vonar að fjármálaráðherra hafi orðið fótaskortur á tungunni Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2016 13:18 Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra á Alþingi í morgun fyrir að setja uppbyggingu nýs Landsspítala í óvissu með yfirlýsingum sínum. Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar gerði yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra varðandi framtíðar staðsetningu Landsspítalans að umtalsefni á Alþingi í morgun. „Það virðist stundum eins og forsætisráðherrann hæstvirtur átti sig ekki á því að ennþá hafa orð hans nokkra vikt og fólk tekur eitthvað mark á þvi,“ sagði Valgerður. Það skipti þess vegna þá sem stjórnuðu Landsspítalanum gífurlega miklu máli að áform um uppbyggingu Landsspítalans stæðust. Uppbygging hans gerðist ekki á einu til þremur árum heldur væri hún margra ára verkefni. „Nú skiptir máli þegar innviðirnir á Landsspítalanum eru eins og raun ber vitni að það sé alveg öruggt að það eigi að halda áfram á þeirri braut sem Alþingi hefur ákveðið,“ sagði Valgerður. Hún hafi því orðið fyrir vonbrigðum með yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í gær. „Það yrði haldið áfram vissulega, sagði hann, en hann væri alltaf til í að hlusta á góðar hugmyndir og sagði í millitíðinni höldum við okkar striki. Virðulegi forseti það er ekki hægt að segja neitt í millitíðinni í þessu dæmi,“ sagði þingmaðurinn. Það verði að vera klárt að stjórnvöld héldu sínu striki varðandi uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. „Ég vona að fjármálaráðherran hæstvirtur komi og staðfesti það að þetta í millitíðinni var svona slip of the tongue, ef ég má þannig að orði komast, afsakið virðulegur forseti,“ sagði Valgerður að lokum og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis botnaði enskuslettu hennar með því að segja: „fótaskortur á tungunni“. Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra á Alþingi í morgun fyrir að setja uppbyggingu nýs Landsspítala í óvissu með yfirlýsingum sínum. Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar gerði yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra varðandi framtíðar staðsetningu Landsspítalans að umtalsefni á Alþingi í morgun. „Það virðist stundum eins og forsætisráðherrann hæstvirtur átti sig ekki á því að ennþá hafa orð hans nokkra vikt og fólk tekur eitthvað mark á þvi,“ sagði Valgerður. Það skipti þess vegna þá sem stjórnuðu Landsspítalanum gífurlega miklu máli að áform um uppbyggingu Landsspítalans stæðust. Uppbygging hans gerðist ekki á einu til þremur árum heldur væri hún margra ára verkefni. „Nú skiptir máli þegar innviðirnir á Landsspítalanum eru eins og raun ber vitni að það sé alveg öruggt að það eigi að halda áfram á þeirri braut sem Alþingi hefur ákveðið,“ sagði Valgerður. Hún hafi því orðið fyrir vonbrigðum með yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í gær. „Það yrði haldið áfram vissulega, sagði hann, en hann væri alltaf til í að hlusta á góðar hugmyndir og sagði í millitíðinni höldum við okkar striki. Virðulegi forseti það er ekki hægt að segja neitt í millitíðinni í þessu dæmi,“ sagði þingmaðurinn. Það verði að vera klárt að stjórnvöld héldu sínu striki varðandi uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. „Ég vona að fjármálaráðherran hæstvirtur komi og staðfesti það að þetta í millitíðinni var svona slip of the tongue, ef ég má þannig að orði komast, afsakið virðulegur forseti,“ sagði Valgerður að lokum og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis botnaði enskuslettu hennar með því að segja: „fótaskortur á tungunni“.
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira