Vonar að fjármálaráðherra hafi orðið fótaskortur á tungunni Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2016 13:18 Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra á Alþingi í morgun fyrir að setja uppbyggingu nýs Landsspítala í óvissu með yfirlýsingum sínum. Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar gerði yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra varðandi framtíðar staðsetningu Landsspítalans að umtalsefni á Alþingi í morgun. „Það virðist stundum eins og forsætisráðherrann hæstvirtur átti sig ekki á því að ennþá hafa orð hans nokkra vikt og fólk tekur eitthvað mark á þvi,“ sagði Valgerður. Það skipti þess vegna þá sem stjórnuðu Landsspítalanum gífurlega miklu máli að áform um uppbyggingu Landsspítalans stæðust. Uppbygging hans gerðist ekki á einu til þremur árum heldur væri hún margra ára verkefni. „Nú skiptir máli þegar innviðirnir á Landsspítalanum eru eins og raun ber vitni að það sé alveg öruggt að það eigi að halda áfram á þeirri braut sem Alþingi hefur ákveðið,“ sagði Valgerður. Hún hafi því orðið fyrir vonbrigðum með yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í gær. „Það yrði haldið áfram vissulega, sagði hann, en hann væri alltaf til í að hlusta á góðar hugmyndir og sagði í millitíðinni höldum við okkar striki. Virðulegi forseti það er ekki hægt að segja neitt í millitíðinni í þessu dæmi,“ sagði þingmaðurinn. Það verði að vera klárt að stjórnvöld héldu sínu striki varðandi uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. „Ég vona að fjármálaráðherran hæstvirtur komi og staðfesti það að þetta í millitíðinni var svona slip of the tongue, ef ég má þannig að orði komast, afsakið virðulegur forseti,“ sagði Valgerður að lokum og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis botnaði enskuslettu hennar með því að segja: „fótaskortur á tungunni“. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra á Alþingi í morgun fyrir að setja uppbyggingu nýs Landsspítala í óvissu með yfirlýsingum sínum. Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar gerði yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra varðandi framtíðar staðsetningu Landsspítalans að umtalsefni á Alþingi í morgun. „Það virðist stundum eins og forsætisráðherrann hæstvirtur átti sig ekki á því að ennþá hafa orð hans nokkra vikt og fólk tekur eitthvað mark á þvi,“ sagði Valgerður. Það skipti þess vegna þá sem stjórnuðu Landsspítalanum gífurlega miklu máli að áform um uppbyggingu Landsspítalans stæðust. Uppbygging hans gerðist ekki á einu til þremur árum heldur væri hún margra ára verkefni. „Nú skiptir máli þegar innviðirnir á Landsspítalanum eru eins og raun ber vitni að það sé alveg öruggt að það eigi að halda áfram á þeirri braut sem Alþingi hefur ákveðið,“ sagði Valgerður. Hún hafi því orðið fyrir vonbrigðum með yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í gær. „Það yrði haldið áfram vissulega, sagði hann, en hann væri alltaf til í að hlusta á góðar hugmyndir og sagði í millitíðinni höldum við okkar striki. Virðulegi forseti það er ekki hægt að segja neitt í millitíðinni í þessu dæmi,“ sagði þingmaðurinn. Það verði að vera klárt að stjórnvöld héldu sínu striki varðandi uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. „Ég vona að fjármálaráðherran hæstvirtur komi og staðfesti það að þetta í millitíðinni var svona slip of the tongue, ef ég má þannig að orði komast, afsakið virðulegur forseti,“ sagði Valgerður að lokum og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis botnaði enskuslettu hennar með því að segja: „fótaskortur á tungunni“.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira