Menning

Bjóða upp á námskeið í dægurtónlistarfræðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar Eggert Thoroddsen.
Arnar Eggert Thoroddsen.
Arnar Eggert Thoroddsen og Viðar Halldórsson bjóða upp á námskeið í svokölluðu dægurtónlistarfræðum.

Námskeiðið er kennt við endurmenntun Háskóla Íslands og ber það titilinn Popp- og rokktónlist í fræðilegu ljósi.

Arnar er með B.A. í félagsfræði frá HÍ, Master í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla og nú í PhD námi við sama skóla undir handleiðslu prófessor Simon Frith, eins helsta fræðimanns samtímans á sviði dægurtónlistarfræða. Arnar var auk þess tónlistarblaðamaður fyrir Morgunblaðið í meira en áratug og skrifar enn fyrir blaðið.

Hann hefur einnig margháttaða reynslu af tónlistaruppfræðslu í gegnum fjölmarga miðla. Viðar er með doktorspróf í félagsfræði og starfar sem lektor við Háskóla Íslands. Í sínum rannsóknum leggur Viðar meðal annars áherslu á að skoða félagslegt umhverfi afreksmennsku ýmis konar. Hann hefur til að mynda rannsakað árangur í íþróttum og er nú að skoða skoða tónlist sem og önnur svið mannlífsins í því ljósi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.