Erlent

Bandaríkjaher: Leiðtogi ISIS í Afganistan féll í drónaárás

Atli Ísleifsson skrifar
Bandaríkjaher telur Saeed hafa fallið í drónaárás í júlí síðastliðinn.
Bandaríkjaher telur Saeed hafa fallið í drónaárás í júlí síðastliðinn. Vísir/AFP
Bandaríkjaher telur nú að Hafiz Saeed, leiðtogi ISIS í Afganistan og Pakistan, hafi fallið í drónaárás hersins í júlí síðastliðinn. BBC greinir frá þessu.

Talsmaður leyniþjónustu Afganistans hélt því fram á sínum tíma talið væri að Saeed hafi fallið í árás í bænum Achin í Nangarhar-héraði í austurhluta landsins.

Talsmenn ISIS héldu því þó fram að leiðtoginn væri enn á lífi, en staðfestu þó að háttsettur maður innan samtakanna hafi fallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×