Randers, lærisveinar Ólafs Kristjánssonar, unnu sinn þriðja sigur í röð í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en þeir unnu 1-0 sigur á Viborg í dag.
Staðan var markalaus í hálfleik, en Viktor Lundberg skoraði sigurmarkið á 67. mínútu eftir undirbúning Joel Allansson. Lokatölur 1-0.
Hannes Þór Halldórsson stóð vaktina í marki Randers og hélt hreinu, en Ólafur Kristjánsson tók við liðinu í sumar og hefur byrjað afar vel.
Liðið er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig; þrjá sigra gegn Viborg, AGF og Horsens. Viborg er í níunda sætinu með fjögur stig.
Keflavík
Grindavík