Erlent

Rússar setja upp nýtt varnarkerfi á Krímskaga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eldflaugakerfið er búið langdrægum eldflaugum sem hægt er að skjóta á skotmörk í allt að 400 kílómetra fjarlægð
Eldflaugakerfið er búið langdrægum eldflaugum sem hægt er að skjóta á skotmörk í allt að 400 kílómetra fjarlægð Vísir/Getty
Rússneski herinn hefur sett upp nýtt eldflaugavarnarkerfi á Krímskaga. Aukin spenna hefur á ný færst í samskipti Úkraínu og Rússlands vegna Krímskaga eftir að Rússar sökuðu Úkraínu menn um að gera innrás á skagann um síðustu helgi.

Yfirvöld í Rússlandi segja að eldflaugavarnarkerfið verði nýtt til æfinga. Eftir hina meintu innrás Úkraínumanna og ásakanir Rússa var úkraínski herinn á landamærum Úkraínu og Krímskaga settur í viðbragðsstöðu.

Rússneska leyniþjónustan FSB segir að gerðar hafi verið tvær tilraunir til þess að gera innrás inn í Krímskaga um síðustu helgi. Forseti Úkraínu, Peter Poroshenko, vísar ásökunum Rússa á bug og sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu sagðist ekki hafa séð neinar upplýsingar sem styddu ásakanir Rússa.

Eldflaugakerfið er búið langdrægum eldflaugum sem hægt er að skjóta á skotmörk í allt að 400 kílómetra fjarlægð og segja Rússar að hlutverk þess verði meðal annars að vernda lofthelgina í kringum flugstöð Rússa í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×