Erlent

Pútín rekur einn sinn nánasta samstarfsmann

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ivanov er til vinstri.
Ivanov er til vinstri. Vísir/Getty
Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur rekið starfsmannastjóra sinn, Sergei Ivanov, óvænt úr starfi. Ivanov hefur verið meðlimur í innsta hring forsetans um árabil.

Í yfirlýsingu frá skrifstofa forseta sagði Pútín að hann hafði ákveðið að leysa Ivanov undan skyldum sínum sem starfsmannastjóri forseta án þess að gefa nánari útskýringar. Ivanov mun nú taka við starfi sérstaks ráðgjafa í umhverfis- og samgöngumálum. Fyrrum undirmaður Ivanov, Anton Vaino, mun taka við starfinu.

Í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð sagði Pútín að Ivanov hefði sjálfur beðist lausnar og mælt með því að Vaino myndi taka við af sér. Ivanov gegndi embætti starfsmannastjóra frá árinu 2011. Hann hafði áður verið varaforsætisráðherra og varnarmálaráðhera. Hann og Pútín hafa starfað náið saman allt frá tíunda áratug síðustu aldar þegar Pútin starfaði sem yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×