Erlent

Taskan reyndist tóm

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Grunsamlega taska, sem ókunnur aðili skildi eftir við bænahús Gyðinga í Osló í nótt reyndist vera tóm. Götum í nágrenninu var lokað í nokkra tíma í morgun á meðan beðið var eftir sprengjusveit norsku lögreglunnar. Að lokum kom í ljós að taskan var tóm að sögn lögreglu.

Enginn er grunaður í málinu, sem er í rannsókn, en til mannsins sást á öryggismyndavélum. Ekki þurfti að rýma nærliggjandi ibúðarhús.


Tengdar fréttir

Sprengjuhætta í Osló

Sprengjusveit lögreglunar í Osló hefur girt af svæði umhverfis bænahús gyðinga í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×