Málverk, eiturlyf og sprautunálar fundust í bílunum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2016 10:36 Jóhann segir bílana skemmda að innan og utan. mynd/jóhann friðrik Bílarnir tveir sem stolið var frá fjölskyldu í Fossvogi í gær eru fundnir. Þeir fundust í Grafarholti og Norðlingaholti, báðir uppfullir af þýfi og ýmsum lyfjum. Annar bíllinn er töluvert skemmdur að sögn eigandans, Jóhanns Friðriks Haraldssonar. „Annar bíllinn fannst út frá ábendingu nágranna, hann var á bílastæði í íbúðahverfi. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig hinn fannst en hann var á stóru bílaplani í Grafarholti fyrir aftan Húsasmiðjuna. Lögreglan tók annan bílinn, það var svo mikið þýfi í honum og hinn er nokkuð skemmdur. Hann var dreginn þannig að ég veit ekki hvort hann sé í ökuhæfu ástandi,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir að í bílnum hafi fundist málverk, keðjusög, gashelluborð, lampi og snyrtivörur, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hafi fundist sprautunál, eiturlyf og önnur lyfseðilsskyld lyf. „Þetta var eins og lítil taska sem var full af alls konar lyfjum og sprautunálum. Það voru einhverjar töflur og lyfseðilsskyld lyf. Ég bara rétt svo sá þetta áður en löggan tók þetta þannig að ég veit ekki alveg hvað þetta var.“ Jóhann segir að lögregla hafi strax fundið út hverjir voru að verki. Í bílnum hafi fundist símar og persónulegir munir og að um hafi verið að ræða góðkunningja lögreglunnar; karlmann og konu. Þær upplýsingar hafi fengist að þau væru bæði nýkomin út úr fangelsi. Hann segir næstu skref að ræða við tryggingafélagið og að lögregla sjái væntanlega um rest. Bílarnir voru fyrir utan heimili Jóhanns við Traðarland í Fossvogi þegar þeir voru teknir. Þjófarnir höfðu, að sögn Jóhanns, brotist inn í bílskúr tengdaforeldra sinna sem búa í næsta húsi, og tekið aukalykla að bílunum þaðan. Tengdar fréttir Stálu báðum bílum fjölskyldu í Fossvoginum Bíræfnir þjófar komust yfir lykla að báðum bílum fjölskyldu Jóhanns Friðriks Haraldssonar og óku á brott. 12. maí 2016 09:39 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Bílarnir tveir sem stolið var frá fjölskyldu í Fossvogi í gær eru fundnir. Þeir fundust í Grafarholti og Norðlingaholti, báðir uppfullir af þýfi og ýmsum lyfjum. Annar bíllinn er töluvert skemmdur að sögn eigandans, Jóhanns Friðriks Haraldssonar. „Annar bíllinn fannst út frá ábendingu nágranna, hann var á bílastæði í íbúðahverfi. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig hinn fannst en hann var á stóru bílaplani í Grafarholti fyrir aftan Húsasmiðjuna. Lögreglan tók annan bílinn, það var svo mikið þýfi í honum og hinn er nokkuð skemmdur. Hann var dreginn þannig að ég veit ekki hvort hann sé í ökuhæfu ástandi,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir að í bílnum hafi fundist málverk, keðjusög, gashelluborð, lampi og snyrtivörur, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hafi fundist sprautunál, eiturlyf og önnur lyfseðilsskyld lyf. „Þetta var eins og lítil taska sem var full af alls konar lyfjum og sprautunálum. Það voru einhverjar töflur og lyfseðilsskyld lyf. Ég bara rétt svo sá þetta áður en löggan tók þetta þannig að ég veit ekki alveg hvað þetta var.“ Jóhann segir að lögregla hafi strax fundið út hverjir voru að verki. Í bílnum hafi fundist símar og persónulegir munir og að um hafi verið að ræða góðkunningja lögreglunnar; karlmann og konu. Þær upplýsingar hafi fengist að þau væru bæði nýkomin út úr fangelsi. Hann segir næstu skref að ræða við tryggingafélagið og að lögregla sjái væntanlega um rest. Bílarnir voru fyrir utan heimili Jóhanns við Traðarland í Fossvogi þegar þeir voru teknir. Þjófarnir höfðu, að sögn Jóhanns, brotist inn í bílskúr tengdaforeldra sinna sem búa í næsta húsi, og tekið aukalykla að bílunum þaðan.
Tengdar fréttir Stálu báðum bílum fjölskyldu í Fossvoginum Bíræfnir þjófar komust yfir lykla að báðum bílum fjölskyldu Jóhanns Friðriks Haraldssonar og óku á brott. 12. maí 2016 09:39 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Stálu báðum bílum fjölskyldu í Fossvoginum Bíræfnir þjófar komust yfir lykla að báðum bílum fjölskyldu Jóhanns Friðriks Haraldssonar og óku á brott. 12. maí 2016 09:39