Málverk, eiturlyf og sprautunálar fundust í bílunum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2016 10:36 Jóhann segir bílana skemmda að innan og utan. mynd/jóhann friðrik Bílarnir tveir sem stolið var frá fjölskyldu í Fossvogi í gær eru fundnir. Þeir fundust í Grafarholti og Norðlingaholti, báðir uppfullir af þýfi og ýmsum lyfjum. Annar bíllinn er töluvert skemmdur að sögn eigandans, Jóhanns Friðriks Haraldssonar. „Annar bíllinn fannst út frá ábendingu nágranna, hann var á bílastæði í íbúðahverfi. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig hinn fannst en hann var á stóru bílaplani í Grafarholti fyrir aftan Húsasmiðjuna. Lögreglan tók annan bílinn, það var svo mikið þýfi í honum og hinn er nokkuð skemmdur. Hann var dreginn þannig að ég veit ekki hvort hann sé í ökuhæfu ástandi,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir að í bílnum hafi fundist málverk, keðjusög, gashelluborð, lampi og snyrtivörur, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hafi fundist sprautunál, eiturlyf og önnur lyfseðilsskyld lyf. „Þetta var eins og lítil taska sem var full af alls konar lyfjum og sprautunálum. Það voru einhverjar töflur og lyfseðilsskyld lyf. Ég bara rétt svo sá þetta áður en löggan tók þetta þannig að ég veit ekki alveg hvað þetta var.“ Jóhann segir að lögregla hafi strax fundið út hverjir voru að verki. Í bílnum hafi fundist símar og persónulegir munir og að um hafi verið að ræða góðkunningja lögreglunnar; karlmann og konu. Þær upplýsingar hafi fengist að þau væru bæði nýkomin út úr fangelsi. Hann segir næstu skref að ræða við tryggingafélagið og að lögregla sjái væntanlega um rest. Bílarnir voru fyrir utan heimili Jóhanns við Traðarland í Fossvogi þegar þeir voru teknir. Þjófarnir höfðu, að sögn Jóhanns, brotist inn í bílskúr tengdaforeldra sinna sem búa í næsta húsi, og tekið aukalykla að bílunum þaðan. Tengdar fréttir Stálu báðum bílum fjölskyldu í Fossvoginum Bíræfnir þjófar komust yfir lykla að báðum bílum fjölskyldu Jóhanns Friðriks Haraldssonar og óku á brott. 12. maí 2016 09:39 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Bílarnir tveir sem stolið var frá fjölskyldu í Fossvogi í gær eru fundnir. Þeir fundust í Grafarholti og Norðlingaholti, báðir uppfullir af þýfi og ýmsum lyfjum. Annar bíllinn er töluvert skemmdur að sögn eigandans, Jóhanns Friðriks Haraldssonar. „Annar bíllinn fannst út frá ábendingu nágranna, hann var á bílastæði í íbúðahverfi. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig hinn fannst en hann var á stóru bílaplani í Grafarholti fyrir aftan Húsasmiðjuna. Lögreglan tók annan bílinn, það var svo mikið þýfi í honum og hinn er nokkuð skemmdur. Hann var dreginn þannig að ég veit ekki hvort hann sé í ökuhæfu ástandi,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir að í bílnum hafi fundist málverk, keðjusög, gashelluborð, lampi og snyrtivörur, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hafi fundist sprautunál, eiturlyf og önnur lyfseðilsskyld lyf. „Þetta var eins og lítil taska sem var full af alls konar lyfjum og sprautunálum. Það voru einhverjar töflur og lyfseðilsskyld lyf. Ég bara rétt svo sá þetta áður en löggan tók þetta þannig að ég veit ekki alveg hvað þetta var.“ Jóhann segir að lögregla hafi strax fundið út hverjir voru að verki. Í bílnum hafi fundist símar og persónulegir munir og að um hafi verið að ræða góðkunningja lögreglunnar; karlmann og konu. Þær upplýsingar hafi fengist að þau væru bæði nýkomin út úr fangelsi. Hann segir næstu skref að ræða við tryggingafélagið og að lögregla sjái væntanlega um rest. Bílarnir voru fyrir utan heimili Jóhanns við Traðarland í Fossvogi þegar þeir voru teknir. Þjófarnir höfðu, að sögn Jóhanns, brotist inn í bílskúr tengdaforeldra sinna sem búa í næsta húsi, og tekið aukalykla að bílunum þaðan.
Tengdar fréttir Stálu báðum bílum fjölskyldu í Fossvoginum Bíræfnir þjófar komust yfir lykla að báðum bílum fjölskyldu Jóhanns Friðriks Haraldssonar og óku á brott. 12. maí 2016 09:39 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Stálu báðum bílum fjölskyldu í Fossvoginum Bíræfnir þjófar komust yfir lykla að báðum bílum fjölskyldu Jóhanns Friðriks Haraldssonar og óku á brott. 12. maí 2016 09:39
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent