Erlent

Bráða­birgða­for­seti Brasilíu hvetur íbúa landsins til að standa saman

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Michel Temer segir að nú sé tíminn til að breyta hlutunum.
Michel Temer segir að nú sé tíminn til að breyta hlutunum. vísir/epa
„Treystið gildum fólksins í landinu og getu okkar til þess að endurbyggja efnahag landsins,“ sagði Michel Temer, bráðabirgðaforseti Brasilíu í ávarpi til þjóðar sinnar. Temer situr nú í forsetastóli á meðan rekstur dómsmáls þingsins gegn Dilmu Rousseff, forseta landsins, stendur yfir. Þetta kemur fram á BBC.

Öldungadeild brasilíska þingsins samþykkti, eftir maraþonfund sem stóð yfir í heila nótt, að samþykkja saksókn á hendur Rousseff. 55 greiddu atkvæði með því en 22 atkvæði gegn. Forsetinn liggur undir grun um að hafa notað opinbert fjármagn í eigin þágu.

Fyrsta verk Temer var að skipta út mönnum í ríkisstjórn landsins. Meðal þeirra sem komu inn má nefna Henrique Meirelles, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, en hann sest í stól fjármálaráðherra.

„Það er nauðsynlegt að koma á friði í Brasiliu á ný. Við verðum að koma á stjórn til að bjarga landinu okkar. Aðalmarkmiðið er að endurbyggja traust fólks á hagkerfinu okkar til að draga að fjárfesta,“ sagði Temer. „Hættum að tala um kreppuna. Gerum eitthvað þess í stað.“

Temer hefur verið varaforseti Rousseff en sagði skilið við flokk hennar í mars eftir að hróp og köll tengd spillingu urðu sífellt háværari. Forsetinn hefur ítrekað sakað varamann sinn um valdarán og tilraun til byltingar.


Tengdar fréttir

Nýr forseti kynnti nýja ríkisstjórn

Michele Temer, starfandi forseti, heitir því að berjast gegn spillingu en nokkrir ráðherrar hans eru til rannsóknar vegna spillingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×