Erlent

Háttsettur Hezbollah-liði felldur í Damaskus

Háttsettur liðsmaður Hezbollah samtakanna í Sýrlandi hefur verið felldur í árás. Mustafa Badreddine lét lífið í sprengingu sem varð nálægt flugvellinum í Damaskus að því er segir í yfirlýsingu frá samtökunum.

Hann er talinn hafa verið númer tvö í röðinni hjá samtökunum og hefur verið sakaður um að hafa staðið á bakvið morðið á fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, Rafik Hariri sem var myrtur í Beirút árið 2005. Fjölmiðlar í Líbanon hafa fullyrt að Badreddine hafi fallið í loftrárás Ísraela en ísraelsk stjórnvöld hafa ekki staðfest það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×