Erlent

Hælisleitandi stunginn til bana í Svíþjóð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglan í Svíþjóð rannsakar nú andlát manns sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti.
Lögreglan í Svíþjóð rannsakar nú andlát manns sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti. vísir/epa
Karlmaður var stunginn til bana skammt frá heimili fyrir flóttafólk í Dalarna-héraði í Svíþjóð í gærkvöldi. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en nokkrir verið yfirheyrðir, að sögn lögreglunnar þar í landi.

Maðurinn leitaði sjálfur á sjúkrahús eftir að hafa verið stunginn. Hann lést af völdum áverkanna skömmu eftir að hann komst undir læknishendur.

Hann hafði dvalið á flóttamannamiðstöð í bænum Rättvik ásamt eiginkonu sinni og börnum um nokkurt skeið, en ekki hefur verið greint frá þjóðerni mannsins né aldri.

Nokkuð hefur verið um árásir á flóttamenn í Svíþjóð að undanförnu. Árið 2014 var tilkynnt um 148 atvik í flóttamannamiðstöðvum og 322 árið 2015. Þá hefur jafnframt verið nokkuð um íkveikjur á heimilum fyrir flóttafólk, eða að minnsta kosti tuttugu á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×