Erlent

Kínverjar banna sölu og vinnslu fílabeins

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að allt að 70 prósent alls fílabeins endi í Kína þar sem verð getur verið allt að 1.100 dalir (um 120 þúsund krónur) fyrir kílóið.
Talið er að allt að 70 prósent alls fílabeins endi í Kína þar sem verð getur verið allt að 1.100 dalir (um 120 þúsund krónur) fyrir kílóið. Vísir/EPA
Stjórnvöld í Kína hafa tilkynnt að við lok næsta árs verði öll sala og vinnsla fílabeins bönnuð þar í landi. Náttúruverndar segja ákvörðunina vera góða fyrir framtíð fíla í heiminum. Talið er að allt að 70 prósent alls fílabeins endi í Kína þar sem verð getur verið allt að 1.100 dalir (um 120 þúsund krónur) fyrir kílóið.

Bann við vinnslu fílabeins mun í raun hefjast í lok mars á næsta ári og verður dregið úr sölu, þar til hún verður alfarið bönnuð um áramótin 2017/18.

Þrátt fyrir að alþjóðlegt bann hafi verið við sölu fílabeins frá árinu 1989 má finna löglega markaði í þó nokkrum löndum í heiminum.

Náttúruverndarsamtökin WWF segja tilkynninguna vera „sögulega“ og hún marki endi á stærsta löglega fílabeins markaði heimsins. Þá muni hún draga úr veiðiþjófnaði í Afríku.

Aðrir segja að mögulega muni bannið koma í veg fyrir útdauða fíla í heiminum. Fjöldi fíla í Afríku er talinn hafa dregist saman um þriðjung á undanförnum árum. Það má að mestu rekja til gífurlegrar aukningar í veiðiþjófnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×