Bjarni vissi af viðtalinu við Sigmund sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2016 19:36 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vissi af viðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sýnt var í Kastljósi síðasta sunnudag áður en það fór í loftið. Hann segist þó ekki hafa áttað sig á alvarleika þess fyrr en seinna. „Við áttum samskipti fyrir útgáfu þáttarins þar sem mér var ljóst að hann hafi farið í viðtal vegna þess. Ekki löngu áður en ég vissi af því að þessi mál myndu koma til umræðu,“ sagði Bjarni í Íslandi í dag á Stöð 2. Hann sagði Sigmund hafa sagt sér frá málinu skömmu áður en þátturinn var sýndur, en að hann hafi ekki áttað sig á um hvað þetta mál snerist – enda hafi þeir ekki farið út í nein smáatriði. „Í raun held ég að flestir hafi ekki gert sér grein fyrir því ekki seinna en á sunnudagskvöldið að þetta gæti valdið miklum straumhvörfum, enda kom í ljós strax næsta dag þegar öll fjölmiðlaumfjöllun hófst,“ sagði Bjarni.Þátturinn visst áfall Aðspurður sagði Bjarni þáttinn hafa verið visst áfall. Hann hafi þurft að melta hlutina áður en frekari skref yrðu tekin. „Oft er það þannig að fyrstu viðbrögð við svona eru ákveðið áfall. Þess vegna vildi maður reyna að horfast í augu við það að það má kannski ekki komast strax að niðurstöðu um hvað beri að gera þegar maður er að melta hlutina.“ Sigmundur Davíð kallaði Bjarna til fundar á heimili sínu eftir þáttinn. Bjarni segir Sigmund hafa verið nokkuð rólegan á fundinum. „Við áttum mjög rólegan fund og töluðum um margt annað en bara pólitíkina, meira að segja ræddum um lífið og tilveruna. En bróðurpartur fundarins fór í þessu mál,“ sagði Bjarni. Fram kom í umræddum Kastljóssþætti að nafn Bjarna væri einnig að finna í Panama-skjölunum svonefndu. Hann átti í félagi sem skráð var á Seyschelles-eyjum en var afskráð fyrir nokkrum árum. Bjarni var spurður um reginmun á stöðu hans og Sigmundar, en Bjarni sagði muninn í raun þann að ráðherrar eigi ekki að vera með neitt slíkt félag nálægt sér. „Ég held að það sé óhætt að segja að það sé mikill grundvallarmunur á því að vera sem ráðherra ekki með neitt slíkt félag nálægt sér og það er ekki nein uppi nein spurning um hagsmunaárekstra af nokkrum toga. Ég held að það sé hægt að segja, og nú er ég bara að lýsa minni skoðun, þegar ég horfi yfir sviðið og horfi á fréttir reyni að rýna í það hvað menn eru að reyna að draga út úr þessi og kannski ekki síst að utan, glöggt er gests augað og allt það. Þá staldra menn við það að þarna voru kröfur á slitabúin á sama tíma og ríkisstjórnin var að vinna að lausn þeirra mála. Þetta er auðvitað auðvitað mikill grundvallarmunur,“ svaraði Bjarni.Þáttinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vissi af viðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sýnt var í Kastljósi síðasta sunnudag áður en það fór í loftið. Hann segist þó ekki hafa áttað sig á alvarleika þess fyrr en seinna. „Við áttum samskipti fyrir útgáfu þáttarins þar sem mér var ljóst að hann hafi farið í viðtal vegna þess. Ekki löngu áður en ég vissi af því að þessi mál myndu koma til umræðu,“ sagði Bjarni í Íslandi í dag á Stöð 2. Hann sagði Sigmund hafa sagt sér frá málinu skömmu áður en þátturinn var sýndur, en að hann hafi ekki áttað sig á um hvað þetta mál snerist – enda hafi þeir ekki farið út í nein smáatriði. „Í raun held ég að flestir hafi ekki gert sér grein fyrir því ekki seinna en á sunnudagskvöldið að þetta gæti valdið miklum straumhvörfum, enda kom í ljós strax næsta dag þegar öll fjölmiðlaumfjöllun hófst,“ sagði Bjarni.Þátturinn visst áfall Aðspurður sagði Bjarni þáttinn hafa verið visst áfall. Hann hafi þurft að melta hlutina áður en frekari skref yrðu tekin. „Oft er það þannig að fyrstu viðbrögð við svona eru ákveðið áfall. Þess vegna vildi maður reyna að horfast í augu við það að það má kannski ekki komast strax að niðurstöðu um hvað beri að gera þegar maður er að melta hlutina.“ Sigmundur Davíð kallaði Bjarna til fundar á heimili sínu eftir þáttinn. Bjarni segir Sigmund hafa verið nokkuð rólegan á fundinum. „Við áttum mjög rólegan fund og töluðum um margt annað en bara pólitíkina, meira að segja ræddum um lífið og tilveruna. En bróðurpartur fundarins fór í þessu mál,“ sagði Bjarni. Fram kom í umræddum Kastljóssþætti að nafn Bjarna væri einnig að finna í Panama-skjölunum svonefndu. Hann átti í félagi sem skráð var á Seyschelles-eyjum en var afskráð fyrir nokkrum árum. Bjarni var spurður um reginmun á stöðu hans og Sigmundar, en Bjarni sagði muninn í raun þann að ráðherrar eigi ekki að vera með neitt slíkt félag nálægt sér. „Ég held að það sé óhætt að segja að það sé mikill grundvallarmunur á því að vera sem ráðherra ekki með neitt slíkt félag nálægt sér og það er ekki nein uppi nein spurning um hagsmunaárekstra af nokkrum toga. Ég held að það sé hægt að segja, og nú er ég bara að lýsa minni skoðun, þegar ég horfi yfir sviðið og horfi á fréttir reyni að rýna í það hvað menn eru að reyna að draga út úr þessi og kannski ekki síst að utan, glöggt er gests augað og allt það. Þá staldra menn við það að þarna voru kröfur á slitabúin á sama tíma og ríkisstjórnin var að vinna að lausn þeirra mála. Þetta er auðvitað auðvitað mikill grundvallarmunur,“ svaraði Bjarni.Þáttinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira