Segir það sjálfstætt og sérstakt vandamál að forsætisráðherra virðist vera kominn með Photoshop Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 14:17 Guðmundur Steingrímsson kallar eftir því að fólk láti af hvötum sínum að vera besserwisserar varðandi nýjan Landspítala. Vísir/Valli Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallar eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og aðrir hætti að vera besserwisserar um staðsetningu Landspítalans og að uppbyggingu hans við Hringbraut verði haldið áfram. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Það virðist vera orðið sjálfstætt vandamál og æði sérstakt vandamál að hæstvirtur forsætisráðherra virðist vera kominn með Photoshop í tölvuna sína og virðist verja dálítið miklum tíma í það að hanna upp á eigin spýtur allskonar byggingar og hús og reyna selja okkur hinum það að þetta séu skynsamlegar teikningar og skynsamleg skipulagning,“ sagði hann.Nýi Landspítalinn við Hringbraut, séð til suðurs af svölum gamla spítalans, en Sigmundur Davíð vill sjá spítalann annars staðar.vísir„Ég er líka með Photoshop í minni tölvu og get vel brokkað hér fram með allskonar teikningar þar sem að ég lýsi því yfir að skynsamlegt væri að byggingarnar væru á Bessastaðatúninu, eða í Elliðaárdal, eða í Hvassahrauni eða hvar sem er. Þetta er ekkert mál en ég kem hér upp til að vekja athygli á því að blessunarlega þá störfum við ekki svona í pólitík. Þá tökum við ekki veigamiklar ákvarðanir svona í pólitík.“ Sigmundur Davíð lýsti í vikunni hugmyndum sínum um uppbyggingu spítalans við Vífilsstaði frekar en Hringbraut. Guðmundur sagði að niðurstöðu endurtekinna úttekta síðustu fimmtán ár að Hringbraut væri besti staðurinn til að byggja upp spítalann. „Það er búið að gefa út að minnsta kosti fjórar mjög vandaðar greiningar á því hvar spítalinn er best byggður og allar þær skýrslur hafa komist að þeirri niðurstöðu – út frá svo fjölmörgum þáttum – að spítalinn sé best hafður og uppbyggður við Hringbraut,“ sagði hann. „Nú verða stjórnmálamenn og aðrir að láta af hvötum sínum að vera besserwisserar í þessu ferli og einfaldlega viðurkenna það að greiningarnar hafa farið fram vegna þess að hagsmunamálið er stórt,“ sagði hann „Það ríkir neyðarástand á spítalanum í húsnæðismálum og það þarf að drífa í þessu.“ Guðmundur kallaði að lokum eftir því að uppbyggingin við Hringbraut héldi áfram og að Sigmundur Davíð fengið annað forrit í tölvuna sína. Alþingi Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallar eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og aðrir hætti að vera besserwisserar um staðsetningu Landspítalans og að uppbyggingu hans við Hringbraut verði haldið áfram. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Það virðist vera orðið sjálfstætt vandamál og æði sérstakt vandamál að hæstvirtur forsætisráðherra virðist vera kominn með Photoshop í tölvuna sína og virðist verja dálítið miklum tíma í það að hanna upp á eigin spýtur allskonar byggingar og hús og reyna selja okkur hinum það að þetta séu skynsamlegar teikningar og skynsamleg skipulagning,“ sagði hann.Nýi Landspítalinn við Hringbraut, séð til suðurs af svölum gamla spítalans, en Sigmundur Davíð vill sjá spítalann annars staðar.vísir„Ég er líka með Photoshop í minni tölvu og get vel brokkað hér fram með allskonar teikningar þar sem að ég lýsi því yfir að skynsamlegt væri að byggingarnar væru á Bessastaðatúninu, eða í Elliðaárdal, eða í Hvassahrauni eða hvar sem er. Þetta er ekkert mál en ég kem hér upp til að vekja athygli á því að blessunarlega þá störfum við ekki svona í pólitík. Þá tökum við ekki veigamiklar ákvarðanir svona í pólitík.“ Sigmundur Davíð lýsti í vikunni hugmyndum sínum um uppbyggingu spítalans við Vífilsstaði frekar en Hringbraut. Guðmundur sagði að niðurstöðu endurtekinna úttekta síðustu fimmtán ár að Hringbraut væri besti staðurinn til að byggja upp spítalann. „Það er búið að gefa út að minnsta kosti fjórar mjög vandaðar greiningar á því hvar spítalinn er best byggður og allar þær skýrslur hafa komist að þeirri niðurstöðu – út frá svo fjölmörgum þáttum – að spítalinn sé best hafður og uppbyggður við Hringbraut,“ sagði hann. „Nú verða stjórnmálamenn og aðrir að láta af hvötum sínum að vera besserwisserar í þessu ferli og einfaldlega viðurkenna það að greiningarnar hafa farið fram vegna þess að hagsmunamálið er stórt,“ sagði hann „Það ríkir neyðarástand á spítalanum í húsnæðismálum og það þarf að drífa í þessu.“ Guðmundur kallaði að lokum eftir því að uppbyggingin við Hringbraut héldi áfram og að Sigmundur Davíð fengið annað forrit í tölvuna sína.
Alþingi Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57
Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39
„Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26