Fótbolti

Oliver ekki með gegn Makedónum | Ragnar Bragi nýliði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Elís Þrándarson í fyrri leiknum gegn Makedónum.
Aron Elís Þrándarson í fyrri leiknum gegn Makedónum. vísir/ernir
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í fótbolta, hefur valið hópinn sem mætir Makedóníu ytra 24. mars í undankeppni EM 2017.

Einn nýliði er í hópnum sem Eyjólfur valdi; Fylkismaðurinn Ragnar Bragi Sveinsson sem hefur sýnt góða takta á undirbúningstímabilinu.

Það er þó skarð fyrir skildi að fyrirliði U-21 árs liðsins, Blikinn Oliver Sigurjónsson, er meiddur sem og Þorri Geir Rúnarsson, miðjumaður Stjörnunnar.

Ísland er sem stendur efst í sínum riðli í undankeppninni með 11 stig, einu meira en Frakkland. Ísland vann fyrri leikinn gegn Makedóníu á heimavelli með þremur mörkum gegn engu. Höskuldur Gunnlaugsson (2) og Elías Már Ómarsson skoruðu mörk íslenska liðsins sem er enn ósigrað í undankeppninni.

Markmenn:

Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland

Frederik August Albrecht Schram, án félags

Ólafur Íshólm Ólafsson, Fylkir

Aðrir leikmenn:

Orri Sigurður Ómarsson, Valur

Hjörtur Hermannsson, Gautaborg

Aron Elís Þrándarson, Álasund

Árni Vilhjálmsson, Lilleström

Elías Már Ómarsson, Valerenga

Adam Örn Arnarsson, Álasund

Böðvar Böðvarsson, Midtjylland

Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðablik

Sindri Björnsson, Valur

Daníel Leó Grétarsson, Álasund

Kristján Flóki Finnbogason, FH

Heiðar Ægisson, Stjarnan

Viktor Jónsson, Víkingur

Ævar Ingi Jóhannesson, Stjarnan

Viðar Ari Jónsson, Fjölnir

Samúel Kári Friðjónsson, Reading

Ragnar Bragi Sveinsson, Fylkir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×