Ögmundur skaut Hammarby í undanúrslit Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2016 20:49 Ögmundur var hetjan í kvöld. mynd/aikfotboll.se Hammarby komst í kvöld í undanúrslit sænsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir sigur á öðru Íslendingaliði, AIK, á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni Þessi lið eru miklir erkifjendur og því voru 24.000 manns mættir með mikil læti í hina glæsilegu fótboltahöll Svía, Friends Arena, til að sjá þennan bikarleik Stokkhólmsliðanna. Allir fjórir Íslendingar voru í byrjunarliðunum. Ögmundur Kristinsson stóð vaktina í marki Hammarby að vanda, Birkir Már Sævarsson var í hjarta varnarinnar og Arnór Smárason í framlínunni. Haukur Heiðar Hauksson var svo eins og alltaf í hægri bakverði AIK. Arnór Smárason kom Hammarby yfir með mögnuðu marki á 45. mínútu, en hann klippti þá boltann viðstöðulaust í netið eftir langa sendingu inn á teiginn."Absolut världsklass!" Här tar @Hammarbyfotboll ledningen i cupderbyt.https://t.co/SgbV95Lw7J #svcupen #twittboll pic.twitter.com/Xycq4XzpyL— SVT Sport (@SVTSport) March 15, 2016 Gestirnir voru því marki yfir í hálfleik en hollenski miðvörðurinn Jos Hooiveld jafnaði metin, 1-1, með skallamarki eftir aukaspyrnu á 61. mínútu og það urðu lokatölur. Eftir markalausa framlengingu þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Markverðir liðanna voru báðir líklegir til afreka. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson hefur ávallt verið mikill vítabani og Patrik Carlgren, markvörður AIK, varði tvær spyrnu í vítaspyrnukeppni úrslitaleiks EM U21 árs landsliða í fyrra þegar Svíar lögðu Portúgal í úrslitaleik. Carlen varði fyrstu spyrnu gestanna en leikmenn AIK skutu svo bæði í stöng og yfir. Arnór Smárason skoraði fyrir Hammarby sem og Ögmundur Kristinsson sem tók síðustu spyrnuna og skaut Hammarby í undanúrslitin þar sem liðið mætir Häcken. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Sjá meira
Hammarby komst í kvöld í undanúrslit sænsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir sigur á öðru Íslendingaliði, AIK, á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni Þessi lið eru miklir erkifjendur og því voru 24.000 manns mættir með mikil læti í hina glæsilegu fótboltahöll Svía, Friends Arena, til að sjá þennan bikarleik Stokkhólmsliðanna. Allir fjórir Íslendingar voru í byrjunarliðunum. Ögmundur Kristinsson stóð vaktina í marki Hammarby að vanda, Birkir Már Sævarsson var í hjarta varnarinnar og Arnór Smárason í framlínunni. Haukur Heiðar Hauksson var svo eins og alltaf í hægri bakverði AIK. Arnór Smárason kom Hammarby yfir með mögnuðu marki á 45. mínútu, en hann klippti þá boltann viðstöðulaust í netið eftir langa sendingu inn á teiginn."Absolut världsklass!" Här tar @Hammarbyfotboll ledningen i cupderbyt.https://t.co/SgbV95Lw7J #svcupen #twittboll pic.twitter.com/Xycq4XzpyL— SVT Sport (@SVTSport) March 15, 2016 Gestirnir voru því marki yfir í hálfleik en hollenski miðvörðurinn Jos Hooiveld jafnaði metin, 1-1, með skallamarki eftir aukaspyrnu á 61. mínútu og það urðu lokatölur. Eftir markalausa framlengingu þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Markverðir liðanna voru báðir líklegir til afreka. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson hefur ávallt verið mikill vítabani og Patrik Carlgren, markvörður AIK, varði tvær spyrnu í vítaspyrnukeppni úrslitaleiks EM U21 árs landsliða í fyrra þegar Svíar lögðu Portúgal í úrslitaleik. Carlen varði fyrstu spyrnu gestanna en leikmenn AIK skutu svo bæði í stöng og yfir. Arnór Smárason skoraði fyrir Hammarby sem og Ögmundur Kristinsson sem tók síðustu spyrnuna og skaut Hammarby í undanúrslitin þar sem liðið mætir Häcken.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Sjá meira