Taylor Brown, leikmaður Íslandsmeistara Snæfells í Domino's-deild kvenna í körfubolta, er búin að spila sinn síðasta leik fyrir meistaraliðið.
Fram kemur í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Snæfells að félagið er búið að segja upp samningi hennar, en hún er farin heim til Bandaríkjanna vegna persónulegra ástæða.
Síðasti leikurinn sem Brown spilaði var 20 stiga sigur á Stjörnunni á heimavelli, 70-50, en Brown er þakkað sitt framlag og henni óskað alls hins besta.
Brown skoraði 21,4 stig að meðaltali í leikjunum fimm sem hún spilaði í Domino's-deildinni fyrir Snæfell auk þess sem hún tók 4,8 fráköst að meðaltali í leik.
Snæfell hefur hafið leit að nýjum bandarískum leikmanni og er vonast til að þau mál klárist á næstu dögum, að því fram kemur í tilkynningu Hólmara.
Taylor Brown spilar ekki meira fyrir Snæfell
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn




FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn

