Ný risaskip þegar Reykjavík verður tengihöfn Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2016 20:15 Meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar í Danmörku, samkvæmt samstarfssamningi Grænlendinga og Eimskips. Samningarnir fela jafnframt í sér smíði stærstu flutningaskipa í sögu Eimskips. Skipasamgöngur Grænlands hafa enn á sér nýlendubrag, eitt skipafélag hefur einokun á flutningunum sem nánast eru allir milli Grænlands og Álaborgar í Danmörku. Grænlensk stjórnvöld, í gegnum skipafélagið, hafa nú ákveðið að tengjast flutningakerfi Eimskips í staðinn; um Reykjavík, Þórshöfn í Færeyjum og Århus, en stefnt er að því að ljúka samningum fyrir áramót á grundvelli viljayfirlýsingar Royal Arctic Line og Eimskips frá því í vor.Royal Arctic Line er i eigu landsstjórnar Grænlands og hefur einkarétt á flutningum til og frá landinu.Mynd/Royal Arctic Line.Líta má á samningana sem einskonar efnahagslega sjálfstæðisyfirlýsingu af hálfu Grænlendinga. Jafnframt felast í þeim þau skilaboð að þeir ætli sér að draga úr viðskiptum við Danmörku en beina þeim í auknum mæli í gegnum Ísland. „Grænlendingar líta til okkar miklu meira heldur en Dana, Danaveldis, og mér finnst það bara mjög ánægjulegt,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Stærsta skrefið er stækkun hafnarinnar í Nuuk en jafnframt hafa Grænlendingar nú sjálfir tekið yfir lykilstöður í stjórn skipafélagsins Royal Arctic Line, sem er alfarið í eigu landsstjórnar Grænlands.Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er náttúrlega stórkostleg breyting á þeirra högum, bæði hvað varðar innflutning til landsins og útflutning. Þeir hafa þarna möguleika á að kaupa inn vörur og hráefni frá miklu fleiri stöðum en í dag, þar sem allt nánast kemur frá Danmörku. Og sama með afurðir þeirra í sölu, sem er aðallega fiskur. Hann leitar núna á nýja markaði og væntanlega betra afurðaverð; að geta farið beint í tengingu við okkur inn á Bandaríkin,“ segir Gylfi. Gangi samningarnir eftir verður Eimskip eftir rúm tvö ár komið með stærstu gámaflutningaskip í sögu flotans. Þau verða svo stór að stækka þarf hafnir. Lengja þarf viðlegukant í Sundahöfn í Reykjavík en einnig stækka hafnir í Nuuk og Færeyjum til að taka á móti 180 metra löngum skipum.Nýju skipin taka 2.150 gámaeiningar, þrefalt meira en stærstu skip Grænlendinga í dag. Þau verða 179 metra löng og 31 metra breið.Grafík/Eimskip.Þau verða sérstaklega gerð til að sigla samkvæmt hafísstöðlum. Áformað er að smíða þrjú slík skip, fyrir 2.150 gámaeiningar, sem er 50% meira en stærstu skip Eimskips bera í dag og þrefalt meira en stærstu skip Grænlendinga. Miðað er við að Eimskip nýti 2/3 hluta plássins en Royal Arctic Line 1/3 hluta. „Ef af þessu verður, sem er bara mjög líklegt, - allar viðræður ganga vel, - þá eru þetta fyrstu skrefin sem við erum að taka í endurnýjun skipanna. Skipin verða kannski ekki fleiri að sinna Íslandi en þau verða stærri,“ segir forstjóri Eimskips. Danmörk Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15 Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar í Danmörku, samkvæmt samstarfssamningi Grænlendinga og Eimskips. Samningarnir fela jafnframt í sér smíði stærstu flutningaskipa í sögu Eimskips. Skipasamgöngur Grænlands hafa enn á sér nýlendubrag, eitt skipafélag hefur einokun á flutningunum sem nánast eru allir milli Grænlands og Álaborgar í Danmörku. Grænlensk stjórnvöld, í gegnum skipafélagið, hafa nú ákveðið að tengjast flutningakerfi Eimskips í staðinn; um Reykjavík, Þórshöfn í Færeyjum og Århus, en stefnt er að því að ljúka samningum fyrir áramót á grundvelli viljayfirlýsingar Royal Arctic Line og Eimskips frá því í vor.Royal Arctic Line er i eigu landsstjórnar Grænlands og hefur einkarétt á flutningum til og frá landinu.Mynd/Royal Arctic Line.Líta má á samningana sem einskonar efnahagslega sjálfstæðisyfirlýsingu af hálfu Grænlendinga. Jafnframt felast í þeim þau skilaboð að þeir ætli sér að draga úr viðskiptum við Danmörku en beina þeim í auknum mæli í gegnum Ísland. „Grænlendingar líta til okkar miklu meira heldur en Dana, Danaveldis, og mér finnst það bara mjög ánægjulegt,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Stærsta skrefið er stækkun hafnarinnar í Nuuk en jafnframt hafa Grænlendingar nú sjálfir tekið yfir lykilstöður í stjórn skipafélagsins Royal Arctic Line, sem er alfarið í eigu landsstjórnar Grænlands.Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er náttúrlega stórkostleg breyting á þeirra högum, bæði hvað varðar innflutning til landsins og útflutning. Þeir hafa þarna möguleika á að kaupa inn vörur og hráefni frá miklu fleiri stöðum en í dag, þar sem allt nánast kemur frá Danmörku. Og sama með afurðir þeirra í sölu, sem er aðallega fiskur. Hann leitar núna á nýja markaði og væntanlega betra afurðaverð; að geta farið beint í tengingu við okkur inn á Bandaríkin,“ segir Gylfi. Gangi samningarnir eftir verður Eimskip eftir rúm tvö ár komið með stærstu gámaflutningaskip í sögu flotans. Þau verða svo stór að stækka þarf hafnir. Lengja þarf viðlegukant í Sundahöfn í Reykjavík en einnig stækka hafnir í Nuuk og Færeyjum til að taka á móti 180 metra löngum skipum.Nýju skipin taka 2.150 gámaeiningar, þrefalt meira en stærstu skip Grænlendinga í dag. Þau verða 179 metra löng og 31 metra breið.Grafík/Eimskip.Þau verða sérstaklega gerð til að sigla samkvæmt hafísstöðlum. Áformað er að smíða þrjú slík skip, fyrir 2.150 gámaeiningar, sem er 50% meira en stærstu skip Eimskips bera í dag og þrefalt meira en stærstu skip Grænlendinga. Miðað er við að Eimskip nýti 2/3 hluta plássins en Royal Arctic Line 1/3 hluta. „Ef af þessu verður, sem er bara mjög líklegt, - allar viðræður ganga vel, - þá eru þetta fyrstu skrefin sem við erum að taka í endurnýjun skipanna. Skipin verða kannski ekki fleiri að sinna Íslandi en þau verða stærri,“ segir forstjóri Eimskips.
Danmörk Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15 Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00