Bregðast við árásum frá nettengdum heimilistækjum Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 16:30 Vírusinn sem notaður var til árásarinnar á föstudaginn hefur verið gerður opinber. Vísir/Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að leiðum til að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem átti sér stað á föstudaginn. Þar beittu tölvuþrjótar rúmlega milljón heimilistækjum, vefmyndavélum og jafnvel leikföngum til að brjóta sér leið inn að grunnstoðum internetsins. Twitter, Spotify, Netflix, Reddit og tugir annarra vefsvæða urðu fyrir truflunum og fóru jafnvel niður um tíma.Reuters segir frá því að í Bandaríkjunum séu sérfræðingar nú að vinna að því hvernig tryggja megi öryggi þessarra tækja. Sérfræðingar segja þó að ómögulegt verði að laga meirihluta þessarra tækja og að ástandið muni versna áður en það verður betra. Vírusinn sem notaður var til árásarinnar heitir Mirai og var hann nýverið gerður opinber á netinu. Með honum er hægt að ná tökum á áðurnefndum tækjum. Aðrir tölvuþrjótar geta því fínpússað og breytt til að henta betur til árása af mismunandi tagi. Árásin á föstudaginn beindist sérstaklega að fyrirtækinu Dyn, sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Með því að gera árásir á fyrirtæki eins og DYN sem reka kerfi sem sjá um að tengja lén (eins og visir.is) við ip tölur, er hægt að valda umtalsverðum vandræðum á internetinu. Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.Sjá einnig: Ný og hættuleg tegund netárása. Áðurnefnd nettengd heimilistæki og tól voru notuð til að stýra umferð inn á netþjóna Dyn. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Ekki liggur fyrir hverjir framkvæmdu árásina. Öryggissérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að árásin hafi verið framkvæmd af einhverju ríki þar sem Mirai hafi verið gerður opinber. Fleiri árásir eru taldar vera óhjákvæmilegar í náinni framtíð. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að leiðum til að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem átti sér stað á föstudaginn. Þar beittu tölvuþrjótar rúmlega milljón heimilistækjum, vefmyndavélum og jafnvel leikföngum til að brjóta sér leið inn að grunnstoðum internetsins. Twitter, Spotify, Netflix, Reddit og tugir annarra vefsvæða urðu fyrir truflunum og fóru jafnvel niður um tíma.Reuters segir frá því að í Bandaríkjunum séu sérfræðingar nú að vinna að því hvernig tryggja megi öryggi þessarra tækja. Sérfræðingar segja þó að ómögulegt verði að laga meirihluta þessarra tækja og að ástandið muni versna áður en það verður betra. Vírusinn sem notaður var til árásarinnar heitir Mirai og var hann nýverið gerður opinber á netinu. Með honum er hægt að ná tökum á áðurnefndum tækjum. Aðrir tölvuþrjótar geta því fínpússað og breytt til að henta betur til árása af mismunandi tagi. Árásin á föstudaginn beindist sérstaklega að fyrirtækinu Dyn, sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Með því að gera árásir á fyrirtæki eins og DYN sem reka kerfi sem sjá um að tengja lén (eins og visir.is) við ip tölur, er hægt að valda umtalsverðum vandræðum á internetinu. Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.Sjá einnig: Ný og hættuleg tegund netárása. Áðurnefnd nettengd heimilistæki og tól voru notuð til að stýra umferð inn á netþjóna Dyn. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Ekki liggur fyrir hverjir framkvæmdu árásina. Öryggissérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að árásin hafi verið framkvæmd af einhverju ríki þar sem Mirai hafi verið gerður opinber. Fleiri árásir eru taldar vera óhjákvæmilegar í náinni framtíð.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira