Frakkar rýma búðirnar í Calais Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. október 2016 10:00 Flóttafólk í Calais á leið í rúturnar, sem flytja fólkið til . Nordicphotos/AFP Frönsk stjórnvöld hófust handa í gærmorgun við að rýma flóttamannabúðirnar við Calais, skammt frá syðri enda Ermarsundsganganna. Meira en þúsund lögreglumenn voru kallaðir til verksins. Á þriðja þúsund flóttamanna voru flutt þaðan í gær með rútum, en búið var að úthluta 7.500 manns húsaskjóli í flóttamannabúðum á samtals um 450 stöðum víðs vegar um Frakkland. Um 1.300 þeirra eru á barnsaldri, yngri en 18 ára, en ein síns liðs. Frönsk stjórnvöld hafa undanfarið staðið í samningaviðræðum við Breta um að taka við þessum börnum, þar sem mörg þeirra eiga ættingja sem búa í Bretlandi og vilja af þeim sökum komast þangað. Þau eiga mörg hver lagalegan rétt á því að komast til ættingja sinna í Bretlandi og fá þar hæli, en bresk stjórnvöld hafa verið treg til að taka við þeim. Samkomulag náðist þó á endanum um að þau fái flest að fara til Bretlands. Brottflutningarnir virtust ganga vel fyrir sig, framan af í það minnsta. Flóttafólkið fylgdi fyrirmælum lögreglu, beið í biðröðum og fór um borð í rúturnar eins og fyrir var lagt. Um helgina brutust hins vegar út átök þar í búðunum milli lögreglu annars vegar og flóttafólks og mótmælenda hins vegar, sem voru að mótmæla fyrirhugaðri lokun búðanna. Lögreglan beitti þá táragasi gegn mótmælendum, sem köstuðu grjóti í lögregluna. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fylgst grannt með aðgerðum lögreglunnar, beinlínis í þeim tilgangi að draga úr líkunum á lögregluofbeldi. Um sjö þúsund manns hafa búið í búðunum undanfarið, samkvæmt opinberum tölum, en hjálparsamtök segja íbúana hafa verið rúmlega átta þúsund. Þangað hefur safnast fólk sem reynir að komast um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Vöruflutningabílar á leiðinni inn í göngin eru iðulega stöðvaðir með ýmsum ráðum þannig að fólk geti reynt að smygla sér með þeim norður á bóginn. Alain Juppé, sem gerir sér vonir um að verða næsti forseti Frakklands, sagði nýverið að færa ætti landamæraeftirlitið við Ermarsundsgöngin frá Frakklandsenda þeirra í Calais yfir til Kent á Englandi. Bresk stjórnvöld hafa tekið illa í þá hugmynd. Fyrr á þessu ári voru búðirnar minnkaðar um helming, en ekki fækkaði íbúum þar neitt. Þegar mest var höfðust þar við um tíu þúsund manns. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Frönsk stjórnvöld hófust handa í gærmorgun við að rýma flóttamannabúðirnar við Calais, skammt frá syðri enda Ermarsundsganganna. Meira en þúsund lögreglumenn voru kallaðir til verksins. Á þriðja þúsund flóttamanna voru flutt þaðan í gær með rútum, en búið var að úthluta 7.500 manns húsaskjóli í flóttamannabúðum á samtals um 450 stöðum víðs vegar um Frakkland. Um 1.300 þeirra eru á barnsaldri, yngri en 18 ára, en ein síns liðs. Frönsk stjórnvöld hafa undanfarið staðið í samningaviðræðum við Breta um að taka við þessum börnum, þar sem mörg þeirra eiga ættingja sem búa í Bretlandi og vilja af þeim sökum komast þangað. Þau eiga mörg hver lagalegan rétt á því að komast til ættingja sinna í Bretlandi og fá þar hæli, en bresk stjórnvöld hafa verið treg til að taka við þeim. Samkomulag náðist þó á endanum um að þau fái flest að fara til Bretlands. Brottflutningarnir virtust ganga vel fyrir sig, framan af í það minnsta. Flóttafólkið fylgdi fyrirmælum lögreglu, beið í biðröðum og fór um borð í rúturnar eins og fyrir var lagt. Um helgina brutust hins vegar út átök þar í búðunum milli lögreglu annars vegar og flóttafólks og mótmælenda hins vegar, sem voru að mótmæla fyrirhugaðri lokun búðanna. Lögreglan beitti þá táragasi gegn mótmælendum, sem köstuðu grjóti í lögregluna. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fylgst grannt með aðgerðum lögreglunnar, beinlínis í þeim tilgangi að draga úr líkunum á lögregluofbeldi. Um sjö þúsund manns hafa búið í búðunum undanfarið, samkvæmt opinberum tölum, en hjálparsamtök segja íbúana hafa verið rúmlega átta þúsund. Þangað hefur safnast fólk sem reynir að komast um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Vöruflutningabílar á leiðinni inn í göngin eru iðulega stöðvaðir með ýmsum ráðum þannig að fólk geti reynt að smygla sér með þeim norður á bóginn. Alain Juppé, sem gerir sér vonir um að verða næsti forseti Frakklands, sagði nýverið að færa ætti landamæraeftirlitið við Ermarsundsgöngin frá Frakklandsenda þeirra í Calais yfir til Kent á Englandi. Bresk stjórnvöld hafa tekið illa í þá hugmynd. Fyrr á þessu ári voru búðirnar minnkaðar um helming, en ekki fækkaði íbúum þar neitt. Þegar mest var höfðust þar við um tíu þúsund manns. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira